Aprílmálsverður Friðarhúss verður á afrískum nótum að þessu sinni.
Jón Karl Stefánsson fjallar um baráttuaðferðir Bandaríkjastjórnar sem lesa má um í Wikileaks-skjölunum.
SHA mótmælir harðlega áformum um norræna hervæðingu.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015.
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma harðlega loftárásir á Jemen sem framdar eru með stuðningi Bandaríkjanna og Bretlands og að ekki sé rætt um jafn gróft ofbeldi gegn ríki á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hvetja jafnframt ríkisstjórn Íslands til að grípa inn í og mótmæla fyrirhuguðum innrásum í þetta stríðshrjáða ríki sem þegar hefur verið þjakað af því að vera einskonar tilraunavettvangur Bandaríkjanna fyrir siðlausar drónaárásir.
Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að Ísland gagni fram fyrir skjöldu, gagnrýni frekari íhlutun, krefjist vopnahlés á svæðinu, verndi óbreyttra borgara og vinni gegn vopnasölu og vopnadreifingu á svæðinu.
Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. að alkunnri snilld. Matseðillinn verður sem hér segir:
* Chili con carne
* Chili sin carne, fyrir grænmetisætur
* Salat og brauð
* Kaffi og eftirréttur að hætti Sigrúnar Gunnlaugsdóttur
Að borðhaldi loknu mun Kristín Ómarsdóttir lesa úr glænýrri skáldsögu sinni, Flækingnum. Sagan segir frá utangarðsfólki í Reykjavík og hefur fengið frábæra dóma.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir.
Recent Comments