Category

Viðburður

Kertafleytingar 9. ágúst

By Viðburður
Í Reykjavík stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir kertafleytingu til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Komið verður saman við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar kl. 22:30. Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur flytur ávarp og Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Elín Oddný Sigurðardóttir verður fundarstjóri. Flotkerti verða seld á staðnum og kosta 1.000 krónur.
Árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Borgirnar urðu rústir einar og gríðarlegur fjöldi fólks fórst eða örkumlaðist. Upp frá því hefur ógnin um beitingu kjarnorkuvopna vomað yfir mannkyni. Sjaldan hefur hættan á kjarnorkustríði verið meiri en einmitt um þessar mundir.
Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar minnst fórnarlamba
kjarnorkuárásanna og minnt á kröfu sína um veröld án kjarnorkuvopna með því að fleyta kertum, ýmist á Hírósíma- eða Nagasakí-daginn. Í ár verður seinni dagsetningin fyrir valinu, föstudaginn 9. ágúst verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu.
Á Ísafirði verður kertum fleytt við Neðstakaupstað á Suðurtanga kl. 22:30 þar sem Eiríkur Örn Norðdahl flytur ávarp. Akureyringar og Seyðfirðningar hefja leik hálftíma fyrr. Á Seyðisfirði verður safnast saman við tjörnina fyrir framan grunnskólann en Akureyringar fleyta við Leirutjörn, þar sem Ragnar Sverrisson flytur ávarp.
Kort af Tjörninni með staðsetningu kertafleytingarinnar merkta inn á
Kertafleyting

Hversvegna fleytum við kertum?

By Í brennidepli, Viðburður

English below.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn annað hvort 6. eða 9. ágúst í minningu fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí árið 1945, í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.

Kjarnorkuárásirnar 1945
Aðeins einu sinni í sögunni hefur kjarnorkuvopnum verið beitt í hernaði. Það var þegar Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasakí til að knýja Japani til uppgjafar á lokaspretti heimsstyrjaldarinnar. Árásunum var að öllum líkindum einnig ætlað að sýna Sovétmönnum styrk þessara nýju vopna fyrir Kalda stríðið sem hófst skömmu síðar. Allt að 200 þúsund manns eru talin hafa farist í árásunum og enn fleiri máttu berjast við afleiðingar sprenginganna löngu síðar.

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum
Þótt kjarnorkuvopnum hafi ekki verið beitt frá árinu 1945 eiga helstu herveldi heims fjölda slíkra sprengja í vopnabúrum sínum, einkum Bandaríkin og Rússland. Þessi vopn geta útrýmt mannkyninu margoft ef til kjarnorkustríðs kæmi og sú hætta er alltaf fyrir hendi að kjarnorkuvopn muni springa fyrir mistök. Fjölmargar þjóðir heims hafa undirritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ísland er ekki í þeim hópi, enda hafa öll aðildarríki Nató neitað að gera það þar sem kjarnorkuvopn eru mikilvægur þáttur í hernaðarstefnu þeirra.

Kertafleytingin
Friðarsinnar koma saman við suðvesturenda Tjarnarinnar kl 22:30 á Nagasakí-daginn, 9. ágúst. Kerti eru seld á staðnum fyrir 1.000 krónur. Eftir stutt ávarp eru kertin látin fljóta á Tjörninni til að minnast fórnarlamba árásanna árið 1945 og til að árétta kröfuna um heim án kjarnorkuvopna.


Why do we float candles?

Since 1985, Icelandic pacifists have floated candles on the Pond in Reykjavík, either on the 6th or 9th of August 6th, in memory of the victims of the US nuclear strikes on the Japanese cities of Hiroshima and Nagasaki in 1945, at the end of World War II.

The 1945 nuclear attacks
Only once in history have nuclear weapons been used in warfare. It was when the US military dropped atomic bombs on Hiroshima and Nagasaki to force Japan to surrender in the final stages of World War II. The attacks were also likely intended to show the Soviets the strength of these new weapons before the Cold War that began soon after. Up to 200,000 people are believed to have perished in the attacks, and even more had to struggle with the consequences of the explosions long after.

The fight against nuclear weapons
Although nuclear weapons have not been used since 1945, the major military powers of the world have a number of such bombs in their arsenals, especially the United States and Russia. These weapons can wipe out humanity many times over in the event of a nuclear war, and there is always the risk that a nuclear weapon will explode by mistake. Many nations of the world have signed the United Nations Treaty on the Prohibition of Nuclear Weapons. Iceland is not in that group, as all NATO member states have refused to do so as nuclear weapons are an important part of their military strategy.

The candlelight vigil
This yeah peace activists will gather at the south-west end of the Pond at 22:30 on Nagasaki Day, August 9. Candles are sold locally for 1,000 ISK. After a short speech, the candles are floated on The Pond to remember the victims of the attacks in 1945 and to reaffirm the demand for a world without nuclear weapons.

Kort af Tjörninni með staðsetningu kertafleytingarinnar merkta inn á
Gurra grís með tómatsósu

Aprílmálsverður Friðarhúss – Pálínuboð miðnefndar

By Viðburður
Apríl fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudagskvöldið 26. apríl. Að þessu sinni munu meðlimir miðnefndar leggja á hlaðborð. Þar mun öllu ægja saman: hrossakjöti, kjúklingarétti, afrískum og indverskum grænmetismat, fiskisúpu og heimabökuðu brauði með hummus. Kaffi og kaka í eftirmat.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðahaldi loknu mun tónlistarmaðurinn Gímaldin spila en frekari menningardagskrá verður kynnt síðar.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Landsfundur SHA

By Fréttir, Viðburður

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 6. apríl.

Dagskrá hefst kl. 11 með stjórnarkjöri og almennum aðalfundarstörfum. Léttur hádegisverður í boði.

Kl. 13 mun Stefán Jón Hafsteinn halda fyrirlestur byggðan á bók sinni “Heimurinn eins og hann er” sem kom út fyrir nokkrum misserum. Stefán hefur mikla reynslu af þróunarstörfum, einkum í Afríku og hefur verk han mikið gildi fyrir friðarsinna og áhugafólk um alþjóðamál.

Að erindi loknu halda fundarstörf áfram en áætlað er að fundi ljúki eigi síðar en kl. 16.

Málsverður á föstudaginn langa

By Viðburður
Sú var tíðin að föstudagurinn langi var leiðinlegasti dagur ársins, þar sem ekkert mátti gera. Þeir dagar eru löngu liðnir. Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður haldinn eins og ekkert hafi í skorist. Matseðillinn er með glæsilegasta móti og skemmtiatriðin ekki af verri endanum!
Kokkar kvöldsins verða Jón Yngvi Jóhannsson sem sér um alæturnar og Harpa Kristbergsdóttir sem sinnir grænkerunum:
* Svarti sauðurinn – hægeldað lamb í svörtu tapenade og rauðvíni
* Kartöflumús
* Salat með rauðrófum og klettasalati og kannski fleira
* Kitheri – afrískur pottréttur
* Hrísgrjón eða brauð
* Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Guðjón Jensson segja frá nýlegri skáldsögu sinni, Löngu horfin spor & hin eina sanna fjöllistakona Skaði Þórðardóttir tekur lagið.
Húsið verður opnað kl. 18:30. Verð kr. 2.500, öll velkomin.
Qidreh pottréttur

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi fer fram föstudaginn 23. febrúar n.k. Um er að ræða sannkallaðan fjölskyldumálsverð með tveimur kokkateymum: bræðrunum Friðriki og Gísla Atlasonum & Eskhlíðingunum Stefáni, Steinunni Þóru og Nóam ÓIa.

Matseðill:

* Qidreh – palestínskur lamba- og hrísgrjónapottréttur
* Mexíkóskur grænkerapottréttur með svartbaunum og sætum kartöflum
* Heimabakað brauð
* Kaffi og brownies í eftirrétt

Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Friðriksson fjalla um nýlega bók sína um skrímsli í sögu Íslands. Nánari dagskrá kynnt síðar. Sest verður að snæðingi kl. 19. Varð kr. 2.500.

Öll velkomin.

Sveppaskí í bakgrunni vegaskiltis til Suðurnesja

“Ísland er Atómstöð” Kjarnorkuváin í sögu og samtíð

By Viðburður
Sprengjusveppur
Skjalasafn Samtaka hernaðarandstæðinga opnar dyr sínar fyrir gestum safnanóttar með fræðslu um kjarnokuvánna eins og hún birtist í safnefni og samtíma okkar. Yfirstandandi stríð kjarnorkuvelda hafa minnt óþyrmilega á tilvist kjarnorkuvopna og myndin Oppenheimer vakið umræðu um tilurð þeirra og tilvist. Samtök hernaðarandstæðinga hafa lengi mótmælt kjarnorkuvígbúnaði og eiga í fórums sínum fjöldamörg skjöl og útgefið efni um þá baráttu.
Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur flytur fyrirlestur um upphaf sprengjunar og Stefán Pálsson og Tjörvi Schiöth sagnfræðingar sitja fyrir svörum um baráttuna gegn kjarnavopnum á hálfa tímanum, frá 18:30 til 21:30.
Veggspjöld og skjöl um baráttuna gegn kjarnorkuvopnum verða til sýnis á meðan svipmyndir frá baráttunni renna á tjaldinu út kvöldið.
Lasagna

Janúarmálsverður

By Viðburður
Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA 2024 fer fram föstudagskvöldið 26. janúar kl. 19:00  í Friðarhúsi. Kokkarnir eru ekki af verri endanum. Þorvaldur Þorvaldsson sér um kjötréttinn en Þórhildur Heimisdóttir sinnir grænkerunum.
Matseðill:
* Lasagne að hætti byltingarinnar
* Makloubeh
* Salat
* Kaffi og hjónabandssæla
Að borðhaldi loknu verður menningardagskrá. Sigurrós Þorgrímsdóttir mun gera grein fyrir nýútkominni bók sinni um ævi og störf stjórnmálakonunnar Katrínar Pálsdóttur. Þá mun tónlistarmaðurinn Klói leika lög af nýútkominni plötu sinni sem unnt verður að kaupa á staðnum.
Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr að venju. Verð kr. 2.500, öll velkomin.
Fullveldismálsverður

Fullveldisfögnuður Friðarhúss

By Viðburður

Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 1. desember.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um krásirnar. Matseðill:

• Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Karrýsíld og Tómatsalsasíld
• Rækjufrauð
• Hnetusteik fyrir grænkera
• Kaffi, konfekt og döðulukaka með heitri karamellusósu

Sest verður að snæðingi kl. 19.

Að borðhaldi loknu hefst menningardagskrá. Þórdís Gísladóttir skáldkona les úr nýjustu bók sinni. Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá stóráhugaverðri nýju verki sínu um Ástandið og framgöngu yfirvalda gagnvart stúlkum sem tengdar voru við það. Að lokum tekur trúbadorinn Arnór Ingi nokkur lög.

Gestum í Friðarhúsi gefst líka færi á að skoða veggspjaldasýningu nema í Listaháskóla Íslands úr námskeiði um pólitíska list.

Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

októberfest

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi eru að jafnaði síðasta föstudag í mánuði, nú þann 27. október.

Bjarki Hjörleifsson, Jónína Riedel og Friðrik Atlason sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Systa mætir með sérbakað pretzel. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð gesta…

Húsið er opnað 18:30 en sest að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá þar sem Nanna Rögnvaldardóttir les úr nýrri bók sinni og Hemúllinn tekur lagið.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin