Category

Viðburður

Þúfa

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

By Viðburður
Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í Úkraínu. Friðarsinnar hyggjast nota tækifærið til að hvetja leiðtogana til þess að vinna með öllum ráðum að því að átökum ljúki og samið verði um varanlegan frið. Í því skyni verður safnast saman við Þúfuna, útilistaverkið á norðvesturgarði Reykajvíkurhafnar – gegnt Hörpu kl. 17, þriðjudaginn 16. maí.
Friðarsinnar eru hvattir til að mæta með sjóstöng eða handfæri til að reyna að næla sér í nokkra marhnúta á meðan þjóðhöfðingjarnir eru minntir á friðarmálstaðinn.
1. maí kaffi SHA

1. maí kaffi SHA

By Viðburður
Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga frá kl. 11 til 13. Gangan leggur svo af stað af Skólavörðuholti.
Í boði verða vöfflur eins og þið getið í ykkur látið og annað heimagert góðgæti. Aðgangseyrir einungis 500 krónur.

 

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

By Viðburður
Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær kokkur og fékk einróma lof síðast þegar hann stýrði pottum og pönnum í Friðarhúsi.
Matseðill:
• Sætkartöfluchilli
• Eggaldins-Parmigiana
• Krispí súkkulaðikardimommubitar
Að borðhaldi loknu mun Gunnhildur Vala Valsdóttir leika og syngja og Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa úr verkum sínum.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Landsfundur SHA – 1. apríl

By Viðburður

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl.

Dagskrá hefst kl. 11 með stjórnarkjöri og almennum aðalfundarstörfum. Léttur hádegisverður í boði.

Kl. 13 mun Magnús Þorkell Berharðsson, sérfræðingur í sögu og stjórnmálum Miðausturlanda ræða um Íraksstríðið sem hófst fyrir 20 árum. Áætluð fundarlok kl. 16.

Pakistanskt hlaðborð

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

By Viðburður

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna settur formlega.

Matseðill:

  • Dóra Svavarsdóttir og Heiða Dögg Liljudóttir bjóða upp á hlaðborð fyrir grænkera og kjötætur undir pakistönskum áhrifum. Ærpottréttur, grænmetispottréttur, grjón og eðalbrauð.
  • Kaffi og hjónabandssæla að hætti Þorvaldssonar.

Að borðhaldi loknu mun þjóðlagatvíeykið Bára og Chris taka lagið & Kristín Svava Tómasdóttir gerir grein fyrir verðlaunabókinni Farsótt. Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið opnar hálftíma fyrr. Verð kr. 2.500.

Öll velkomin.

365 dagar frá innrás Rússa í Úkraínu

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

By Í brennidepli, Viðburður

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, kl. 17:30 í dag.

24. febrúar 2023 markar 365 daga frá því að stríðið í Úkraínu hófst. Rússar gegn stríði skipuleggja viðburð til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum og minnast fórnarlamba stríðsins.

Á meðal ræðumanna verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guttormur Þorsteinsson formaður SHA og Lida Volkova, flóttamaður frá Úkraínu. Rússneska ljóðskáldið Natasha S. mun svo flytja ljóð. Fundarstjóri er Andrei Menshenin.
Ef veður leyfir verður svo dreift myndum af fórnarlömbum stríðsins og þátttakendum boðið að hengja þær upp á staðnum.
Að lokum verður brenna þar sem kveikt verður í táknmynd rússnesku innrásarinnar. Þetta vísar í forna slavneska hefð þar sem Rússar og Úkraínumenn brenna líkneski til þess að kveðja veturinn. Að þessu sinni er ekki bara verið að kveðja kuldann fyrir utan rússneska sendiráðið heldur einnig stríð og ofbeldi.

Viðburðurinn á Facebook.

Kjötsúpa

Febrúarmálsverður Friðarhúss

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að þessu sinni. Húsið opnar á sama tíma og venjulega en vegna fyrirhugaðra aðgerða á ársafmæli stríðsins í Úkraínu mun borðhald hefjast hálftíma síðar en vanalegt er, kl. 19:30.
Matseðill:
* Kjötsúpa Systu ásamt soðkökum
* Grænmetissúpa Frikka
* Vegansnúðar
* Kaffi og kökur
Að borðhaldi loknu mun Ragnar Stefánsson segja frá nýlegri verðlaunabók sinni um jarðskjálfta.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.
Keflavíkurganga

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

By Viðburður
Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00.
Við kynnum starf Samtaka Hernámsandstæðinga með ljósmyndum og kvikmynd frá Keflavíkurgöngum og bregðum upp veggspjöldum í tilefni þess að verið er að skrá sögu þessa tímabils með fulltyngi skjalsafns Hernaðarandstæðinga. Sérfróðir sitja fyrir svörum og sýna myndir og muni tengda göngunum.
Við sýnum stutt myndskeið úr göngunum og fjöllum sérstaklega um þær kl. 19:00, 20:30 og 22:00 eða eftir pöntun.
Gúllas

Janúarmálsverður

By Viðburður
Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00.
Ævar Örn Jósepsson sér um kjötrétt og Þórhildur Heimisdóttir eldar fyrir grænkera. Matseðillinn er á þessa leið:
  •  Fjölþjóðlegt vetrargúllas
  • Brauð og smjör
  • Vegan Obe Ata, nígerísk paprikukássa
  • Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Magnea J. Matthíasdóttir lesa úr nýrri ljóðabók sinni. Sest verður að snæðingi kl. 19:00. Verð 2.500.
Öll velkomin
Kúrdistan með Seckin Guneser

Frásögn frá Kúrdistan

By Viðburður
Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver er framvindan og hvað er að gerast innan landamæra Tyrklands?
Fræðumst um ástandið fundi með Seckin Guneser, gamalreyndum talsmanni Kúrda, mánudaginn 9. janúar klukkan 20 í Friðarhúsi.
í haust fengum við Ögmund Jónasson til að ræða um stöðu mála í löndum Kúrda. Í framhaldi af þeim fundi fáum við nú frásögn beint úr baráttunni.
Fundurinn fer fram á ensku, öll velkomin.