Skip to main content

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? – Hver er afstaða framboðanna til friðarmála?“ á efri hæð Sólon Íslandus í Bankastræti kl. 12 miðvikudaginn 21. maí.

Þangað hefur verið boðið fulltrúum allra framboða í borgarstjórnarkosningunum í vor til að sitja fyrir svörum og gera grein fyrir stefnu flokks síns.

Hægt verður að kaupa súpu ásamt brauði á kr. 950.

Allir velkomnir.

Fáfróðir vilja stríð

By Uncategorized

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til að afla málstað sínum fylgis væri einfaldlega að fræða fólk um gang heimsmálanna. Stuðningur við stríðsaðgerðir er einmitt sjaldnast réttlættur nema með afar yfirborðskenndum vísunum í aðstæður í þeim löndum þar sem sprengja skal. Þvert á móti forðast stríðsæsingamenn efnislegar umræður eins og heitan eldinn og grípa til frasa á borð við að enginn tími sé til að ræða málin heldur þurfi tafarlausar aðgerðir.

Read More

1. maí kaffi SHA 2014

By Uncategorized

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af baráttudegi verkalýðsins. Húsið opnar kl. 11, en ganga verkalýðsfélaganna fer af stað kl. 13:30.

Allir velkomnir í 1. maí-kaffið í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Verð kr. 500

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

By Uncategorized

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af verri endanum:

  • Ofnbakaður þorskur í grænmetis – karrýsósu
  • Hrísgjón, salat og brauð
  • Fyrir þá sem ekki borða dýrindis fisk verður grænmetisréttur í karrý
  • Aðalbláberjaterta í eftirrétt

Tónlistarmaðurinn Gímaldin tekur lagið að borðhaldi loknu. Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2000. Allir velkomnir.