Skip to main content

Mótmælum drápunum á Gaza!

By Uncategorized

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi á Íslandi kostur á að tjá andúð sína á árásum Ísraelshers á Gaza liðna daga sem kostað hafa ófá mannslíf.

Samtök hernaðarandstæðinga styðja málstað fundarins og leggja sitt af mörkum með því að lána hljóðkerfi og aðstoða við uppsetningu þess. SHA hvetja alla félagsmenn sína sem heimangengt eiga til að mæta á fundinn.

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

By Uncategorized

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón með göngu á vegum Þingvallaþjóðgarðar.

Í göngunni verður sérstaklega hugað að sögu pólitískra mótmæla í og við Þingvelli, þar sem stofnuna Samtaka hernámsandstæðinga árið 1960 og mótmæli á Þingvöllum 1974 ber á góma. Gönguferðirnar hefjast alltaf við gestastofuna á Hakinu kl.20.00 á fimmtudagskvöldum og eru allir velkomnir.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum – thingvellir.is

Friðarvefurinn uppi á ný

By Uncategorized

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum undanfarnar vikur. Skýringarnar eru margþættar en tengjast einkum hýsingaraðila í Bretlandi sem ekki stóð sig í stykkinu. Það hefur tekið tölvumenn SHA drjúgan tíma að leysa úr þessum vandamálum.

Nú hefur hýsingin verið færð heim til Íslands og bindum við vonir við að vandamálin séu að baki. Jafnframt ætti vefurinn nú að vera hraðvirkari en verið hefur.

Þegar þessi hvimleiðu tæknilegu vandamál eru að baki, er næsta skref að styrkja síðuna með meira og fjölbreytilega efni til að Friðarvefurinn verði áfram það mikilvæga tæki sem hann þarf að vera til að gagnast málstaðnum.

Ályktun varðandi heræfingar

By Uncategorized

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars:

Landsfundur SHA lýsir furðu á fréttum sem borist hafa af því að við mótun nýrrar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sé gert ráð fyrir áframhaldi þeirra herflugsæfinga sem kallaðar hafa verið loftrýmisgæsla.

Æfingar þessar hafa þann eina tilgang að vera þjálfunarbúðir fyrir orrustuflugmenn þeirra Nató-herja sem hingað vilja koma og nýta sér ákafa stjórnvalda til að lána íslenskt land undir siðlausar og truflandi æfingar. Sífellt berast fregnir af ónæði almennings og náttúruraski vegna þotuflugs af þessu tagi. Það væri þá lágmarkskrafa að utanríkisráðherra á hverjum tíma hýsi þær í sinni heimabyggð.

SHA minna á að endanlegt markmið lofherja sé að heyja stríð og drepa fólk. Slíkri starfsemi eiga landsmenn ekki að leggja lið með neinum hætti.

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? – Hver er afstaða framboðanna til friðarmála?“ á efri hæð Sólon Íslandus í Bankastræti kl. 12 miðvikudaginn 21. maí.

Þangað hefur verið boðið fulltrúum allra framboða í borgarstjórnarkosningunum í vor til að sitja fyrir svörum og gera grein fyrir stefnu flokks síns.

Hægt verður að kaupa súpu ásamt brauði á kr. 950.

Allir velkomnir.

Fáfróðir vilja stríð

By Uncategorized

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til að afla málstað sínum fylgis væri einfaldlega að fræða fólk um gang heimsmálanna. Stuðningur við stríðsaðgerðir er einmitt sjaldnast réttlættur nema með afar yfirborðskenndum vísunum í aðstæður í þeim löndum þar sem sprengja skal. Þvert á móti forðast stríðsæsingamenn efnislegar umræður eins og heitan eldinn og grípa til frasa á borð við að enginn tími sé til að ræða málin heldur þurfi tafarlausar aðgerðir.

Read More

1. maí kaffi SHA 2014

By Uncategorized

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af baráttudegi verkalýðsins. Húsið opnar kl. 11, en ganga verkalýðsfélaganna fer af stað kl. 13:30.

Allir velkomnir í 1. maí-kaffið í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Verð kr. 500