Fyrirlestur um Nató sem fluttur var á Akureyri um liðna helgi.
Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. þrjár ályktanir; Um uppsögn Varnarsamningsins, um kjarnorkuvopnum og um skipbrot íhlutunarstefnu. Ályktanirnar má sjá hér að neðan með því að velja halda áfram að lesa. Fundurinn samþykkti jafnfram að koma á fót lyftusjóði með það að markmiði að tryggja hjólastólaaðgengi fyrir félaga.
Auður Lilja Erlingsdóttir var endurkjörin formaður samtakanna en miðnefnd næsta starfsárið skipa annars: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Guðbjartur Jón Einarsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Elín Sigurðurðardóttir og Bjarni Þóroddsson voru kjörin varamenn, en ekki er hefð fyrir að gera greinarmun á aðal- og varamönnum í starfi miðnefndar.
Þórarinn Hjartarson greinir stríðið í Líbíu 2011 og eftirmála þess.
Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað að gegna herþjónustu hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkunum í baráttu gegn stríði og hernaði með að veita þeim sem hafa flúið land frekar en að gegna herþjónustu hæli hér á landi.
Í 18. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.“
Rétturinn til að vera samkvæmur samvisku sinni er þá túlkaður sem réttur til að neita herþjónustu og rétt til að neita að drepa fólk.
Samtök hernaðarandstæðinga harma þeir friðarsinnar sem leiti skjóls á Íslandi fái ekki notið samstöðu hér á landi.
Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera þess augljós merki að hafa verið drepnir í hernaði. Um málið er meðal annars fjallað í þessari grein í The Washington Post. Fundurinn bendir til að saga skipulags hernaðar sé enn eldri en margir höfðu talið, en ýmsir hafa viljað tengja upphaf herja og hermennsku til þess tíma þegar menn tóku sér fasta búsetu og fóru að skipuleggja samfélög sín í þorpum og síðar stærri ríkjum.
Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þátttaka Íslands í refsiaðgerðum Vesturveldanna gegn Rússum hefur verið heitt umræðuefn undanfarið, skiljanlega þar sem viðskiptabannið kemur hart niður á Íslandi, bæði útflytjendum og ýmsum byggðarlögum. Fjölmiðlarnir lýsa málinu sem svo að þar takist á viðskiptahagsmunir (LÍÚ) og hins vegar prinsipp eða siðferðissjónarmið (Gunnar Bragi). Þorsteinn Pálsson segir reyndar að hagsmunamat og siðferðismat fari saman, við græðum til lengdar á að standa með „okkar bandamönnum“. Mjög fáar raddir draga í efa að refsiaðgerðir Vestursins séu réttmætar.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld.
Samtök hernaðarandstæðinga fagna ummælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á Alþingi í dag um skaðsemi kjarnorkuvopna. Samtökin taka öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni gegn þessum skaðlegu vopnum opnum örmum. SHA hvetja menntamálaráðherra til að kynna sér enn betur stefnu og starfsemi samtakanna. Samtökin vilja jafnframt minna ráðherrann á að ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina staðið gegn tillögum um kjarnorkuafvopnun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn hans styður einnig aðild að hernaðarbandalaginu Nató sem byggir grundvöll sinn á kjarnorkuvopnum auk þess sem bandalagið er óumdeilanlega samansafn opinberra starfsmanna.