Veitum friðarsinnum hæli – ályktun miðnefndar

By 25/02/2016 Uncategorized

TranaVegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað að gegna herþjónustu hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkunum í baráttu gegn stríði og hernaði með að veita þeim sem hafa flúið land frekar en að gegna herþjónustu hæli hér á landi.

Í 18. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.“

Rétturinn til að vera samkvæmur samvisku sinni er þá túlkaður sem réttur til að neita herþjónustu og rétt til að neita að drepa fólk.

Samtök hernaðarandstæðinga harma þeir friðarsinnar sem leiti skjóls á Íslandi fái ekki notið samstöðu hér á landi.