Fyrsta stríðið?

By 22/01/2016 Uncategorized

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera þess augljós merki að hafa verið drepnir í hernaði. Um málið er meðal annars fjallað í þessari grein í The Washington Post. Fundurinn bendir til að saga skipulags hernaðar sé enn eldri en margir höfðu talið, en ýmsir hafa viljað tengja upphaf herja og hermennsku til þess tíma þegar menn tóku sér fasta búsetu og fóru að skipuleggja samfélög sín í þorpum og síðar stærri ríkjum.