All Posts By

Stefán Pálsson

Friðarmálsverður á maímánaðar

By Uncategorized

étið til friðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir og Una Hildardóttir sem taka yfir eldhúsið í þetta skiptið og bjóða upp á:
  • Spagettí carbonara
  • Spagettí með valhnetum (poor man’s spaghetti)
  • Brauðstangir
  • Tíramisu og kaffi á eftir

 

Að loknum málsverði les Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir úr smásögu sinni og Skúli mennski tekur nokkur lög.

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000.

Öll velkomin.

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

By Uncategorized

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi árið 1949. Að því tilefni verður endurvakin Friðarpípan, spurningakeppni friðarsinnans, í Friðarhúsi.

Fyrirkomulagið er hefðbundið pöbb kviss, þar sem gestir mæta og spreyta sig á spurningum í tveggja manna liðum. Veglegir vinningar og skýr friðarboðskapur í spurningum – sem þó verða almenns efnis.

Öll velkomin. Keppnin hefst kl. 20.

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn að venju þann 25. mars n.k. og hefst að venju kl. 19.

MFÍK sér um eldamennskuna að þessu sinni og er matseðillinn glæsilegur að vanda:

  • Fiskisúpa að hætti Sigrúnar
  • Grænmetissúpa
  • Salat og brauð
  • Eftirréttur

Að boðrhaldi loknu mun trúbadorinn ástsæli Bjartmar Guðlaugsson troða upp.

Verð kr. 2.000. Öll velkomin.