Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

By 22/02/2016 Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin – sem saman mynda hið geysivinsæla fiskisúpugengi.

Matseðill:
* Hin rómaða og matarmikla fiskisúpa hússins (ath. súpan er svo matarmikil að áhöld er um að hún geti talist súpa…)
* Kröftug grænmetissúpa
* Hjónabandssæla í eftirrétt

Guðrún Lára Pálmadóttir trúdador leikur að borðhaldi loknu og Eyvindur Eiríksson kveður.

Sest að snæðingi kl. 19:00. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.