Category

Viðburður

Bjarmalönd crop

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

By Viðburður
Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í Friðarhúsi. Stöðugar fregnir berast frá Hvíta-Rússlandi, einu lokaðasta ríki Evrópu. Valur er varpar ljósi á stöðu mála í landinu og kynnir jafnframt nýútkomna bók sína, Bjarmalönd, sem rekur á frumlegan og fræðandi hátt stjórnmálasögu ýmissa fyrrum Sovétlýðvelda á síðustu árum. Heitt á könnunni og kalt í skápnum.
Öll velkomin.
Ráðherrafundur Rússlands og Bandaríkjanna

Kjarnorkuveldunum mótmælt

By Fréttir, Viðburður

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða

Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast niður til fundar í Hörpu. Þar mætast fulltrúar þeirra ríkja sem hafa yfir flestum kjarnorkuvopnum að búa og sem setja náttúru og líf íbúa norðurslóða í stöðuga hættu með kjarnorkuvopnabúrum sínum. Samtök hernaðarandstæðinga efna til stuttrar mótmælastöðu gegnt Hörpu klukkan 20:00, við gafl Seðlabankans, þar sem minnt verður á kröfuna um veröld án kjarnorkuvopna og að allri hernaðaruppbyggingu á norðurslóðum verði hætt.

Stutt ávörp flytja Drífa Snædal forseti ASÍ og Guttormur Þorsteinsson formaður SHA.

Landsfundur SHA 29. maí

By Fréttir, Viðburður

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram þann 27. mars síðastliðinn. Nú hefur verið slakað nægjanlega á þeim til þess að við treystum okkur til að boða til fundar laugardaginn 29. maí.

Byrjað verður á almennum fundarstörfum opnum meðlimum SHA en eftir hádegishlé er dagskrá opin öllum sem hafa áhuga svo lengi sem sóttvarnarráðstafanir leyfa.

Dagskrá fundar:

11:00 Fundur verður settur í Friðarhúsi, almenn fundarstörf.

12:30 Hádegishlé.

13:00 Jakob Beat Altman, þýskur háskólanemi, fjallar um stöðu mála í Vestur-Sahara.

13:45 Högni Höydal, formaður Þjóðveldisins segir frá því sem er að gerast í hernaðarmálum í Færeyjum.

Sjáumst sem flest.

Landsfundur 2021 *Frestað*

By Fréttir, Viðburður
Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi:
Kl. 11:00 Byrjað á venjulegum aðalfundarstörfum.
Kl. 13:00 Mun Jakob Beat Altman, þýskur háskólanemi, fjalla um stöðu mála í Vestur-Sahara.
Kl. 13:45 Segir Högni Hoydal frá því sem er að gerast í hernaðarmálum í Færeyjum.
Þau sem kynnu að hafa áhuga á að starfa í eða með nýrri miðnefnd eru hvött til að senda skilaboð á sha@fridur.is

Landsfundur SHA 12. september

By Tilkynningar, Viðburður

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð að fresta honum. Nýr fundartími hefur verið ákveðinn, laugardagurinn 12. september kl. 11.

Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi að viðhöfðum bestu sóttvarnarráðstöfunum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Þau sem kynnu að vilja taka þátt í starfi miðnefndnar á komandi starfsári eru hvött til að gefa sig fram, t.d. með því að senda póst á netfang samtakanna: sha@fridur.is

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

By Tilkynningar, Viðburður

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar minnst þessa voðaverks og minnt á kröfuna um kjarnorkuvopnalausa veröld með kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn. Við eðlilegar kringumstæður hefði margmenni mætt á bakka Reykjavíkurtjarnar til að sýna samstöðu.

Af sóttvarnarástæðum var ekki unnt að halda fleytinguna með hefðbundnum hætti. Þess í stað var efnt til fámennrar og táknrænnar fleytingar kl 23:15 að kvöldi 5. ágúst, á nákvæmlega sama tíma og sprengjan féll á Hírósíma fyrir 75 árum. Sigurður Skúlason leikari las við það tilefni ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga.

Kjúklinga satay

Maímálsverður

By Viðburður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis verður þó gætt á viðburðinum.

Geir Guðjónsson og Þórhildur Heimisdóttir elda. Geir sinnir kjötætum en Þórhildur grænkerum.

Matseðill:
* Satay kjúklingur með ofnsteiktum sætum kartöflum og gulrótum
* Dahlalæða- linsubaunaréttur, með nýju grilluðu grænmeti og kjúklingabaunum. Sætkartöfluflatkökur og hrísgrjón
* Kaffi og konfekt

Karl Ágúst Úflsson rithöfundur mun lesa að borðhaldi loknu.

Sest verður að snæðingi kl. 19:00. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

By Viðburður
Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og átakasvæði í Miðausturlöndum miðvikudaginn 20. maí kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Þótt fréttastofur heimsins hugsi vart um annað en Covid-19 faraldurinn heldur Jörðin áfram að snúast. Dregið hefur til tíðinda allt frá Líbýu í vestri til Írans í austri, á Arabíuskaga, Sýrlandi, Írak og Ísrael.

Hvað hefur gerst á meðan Evrópubúar hættu að horfa? Eru stríðin í þessum heimshluta í rénum eða eru ný að gjósa upp?

Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður og sérfræðingur í alþjóðamálum fer yfir stöðu mála og svarar spurningum. Öll velkomin á meðan húsrúm og fyrirmæli sóttvarnarlæknis leyfa.

Martyn Lowe

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

By Viðburður
Martyn Lowe

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í Bretlandi og víðar. Sumir áttu meira að segja náin kynni við konur innan samtakanna á meðan. Hér á Íslandi njósnaði Mark Kennedy/Stone um mótmælendur gegn Kárahnjúkavirkjun.

Aðfarir þeirra voru afhjúpaðar af meðlimum Greenpeace í Lundúnum og eru nú til rannsóknar. Kona sem átti í sambandi við Kennedy í Bretlandi falast nú eftir upplýsingum um starf hans á Íslandi.

Martyn Lowe sem tók þátt í starfi Greenpeace á meðan að minnsta kosti tveir lögreglunjósnarar störfuðu innan samtakanna er staddur á Íslandi. Hann er einn af 200 lykilmönnum í þessari rannsókn og hann mun tala um hana og lögreglunjósnara á fundinum.

kjúklingaréttur

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði friðarhöfðingjans og grænmetisréttu sýrlenska stríðsandstæðingsins með hrísgjónum friðarhreyfingarinnar og hinu dýrlega brauði mótmælanda brauðmolakenningarinnar. Á eftir verður boðið uppa kaffi og með því.

Menningardagskrá kvöldsins er upplestur tveggja höfunda. Guðrún Inga Ragnarsdóttir, les úr nýrri bók sinni Plan B, sem er fyrsta bók ársins og
Aðalsteinn Eyþórsson segir okkur frá sjálfstæðu sauðfé. Hér mætast andstæður, tvífætlingar í borg og fjórfætlingar í náttúrunni.