Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu verkalýðsins 1. maí.
Síðustu tvö ár hefur ekki verið hægt að bjóða heim í Friðarhús eins og venjan hefur verið en nú með hækkandi maísól er kjörið að gæða sér á veitingum og endurnýja kynnin við friðarsinna fram að göngu. Hún leggur svo af stað rétt handan við hornið.
Öll velkomin, aðeins 500 kr. inn.