Skip to main content
Category

Viðburður

365 dagar frá innrás Rússa í Úkraínu

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

By Í brennidepli, Viðburður

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, kl. 17:30 í dag.

24. febrúar 2023 markar 365 daga frá því að stríðið í Úkraínu hófst. Rússar gegn stríði skipuleggja viðburð til þess að sýna samstöðu með Úkraínumönnum og minnast fórnarlamba stríðsins.

Á meðal ræðumanna verða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guttormur Þorsteinsson formaður SHA og Lida Volkova, flóttamaður frá Úkraínu. Rússneska ljóðskáldið Natasha S. mun svo flytja ljóð. Fundarstjóri er Andrei Menshenin.
Ef veður leyfir verður svo dreift myndum af fórnarlömbum stríðsins og þátttakendum boðið að hengja þær upp á staðnum.
Að lokum verður brenna þar sem kveikt verður í táknmynd rússnesku innrásarinnar. Þetta vísar í forna slavneska hefð þar sem Rússar og Úkraínumenn brenna líkneski til þess að kveðja veturinn. Að þessu sinni er ekki bara verið að kveðja kuldann fyrir utan rússneska sendiráðið heldur einnig stríð og ofbeldi.

Viðburðurinn á Facebook.

Kjötsúpa

Febrúarmálsverður Friðarhúss

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að þessu sinni. Húsið opnar á sama tíma og venjulega en vegna fyrirhugaðra aðgerða á ársafmæli stríðsins í Úkraínu mun borðhald hefjast hálftíma síðar en vanalegt er, kl. 19:30.
Matseðill:
* Kjötsúpa Systu ásamt soðkökum
* Grænmetissúpa Frikka
* Vegansnúðar
* Kaffi og kökur
Að borðhaldi loknu mun Ragnar Stefánsson segja frá nýlegri verðlaunabók sinni um jarðskjálfta.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.
Keflavíkurganga

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

By Viðburður
Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00.
Við kynnum starf Samtaka Hernámsandstæðinga með ljósmyndum og kvikmynd frá Keflavíkurgöngum og bregðum upp veggspjöldum í tilefni þess að verið er að skrá sögu þessa tímabils með fulltyngi skjalsafns Hernaðarandstæðinga. Sérfróðir sitja fyrir svörum og sýna myndir og muni tengda göngunum.
Við sýnum stutt myndskeið úr göngunum og fjöllum sérstaklega um þær kl. 19:00, 20:30 og 22:00 eða eftir pöntun.
Gúllas

Janúarmálsverður

By Viðburður
Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00.
Ævar Örn Jósepsson sér um kjötrétt og Þórhildur Heimisdóttir eldar fyrir grænkera. Matseðillinn er á þessa leið:
  •  Fjölþjóðlegt vetrargúllas
  • Brauð og smjör
  • Vegan Obe Ata, nígerísk paprikukássa
  • Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Magnea J. Matthíasdóttir lesa úr nýrri ljóðabók sinni. Sest verður að snæðingi kl. 19:00. Verð 2.500.
Öll velkomin
Kúrdistan með Seckin Guneser

Frásögn frá Kúrdistan

By Viðburður
Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver er framvindan og hvað er að gerast innan landamæra Tyrklands?
Fræðumst um ástandið fundi með Seckin Guneser, gamalreyndum talsmanni Kúrda, mánudaginn 9. janúar klukkan 20 í Friðarhúsi.
í haust fengum við Ögmund Jónasson til að ræða um stöðu mála í löndum Kúrda. Í framhaldi af þeim fundi fáum við nú frásögn beint úr baráttunni.
Fundurinn fer fram á ensku, öll velkomin.
Friðarganga

Friðarganga á Þorláksmessu

By Viðburður
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er saman á Laugavegi, rétt neðan Snorrabrautar líkt og tvö síðustu skipti (svæðið umhverfis Hlemm er uppgrafið að þessu sinni). Gangan hefst niður Laugaveginn á slaginu kl. 18 með kerti í hönd til að leggja áherslu á kröfuna um frið í heiminum.
Í göngulok er fundur á Austurvelli þar sem Hjalti Hugason prófessor emeritus flytur ávarp. Fundarstjóri er Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir háskólanemi. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og í lok fundar. Umsjón er að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.
Athugið að hefðbundnu vaxkyndlarnir sem lengi hafa einkennt gönguna eru nú ófánlegir. Þess í stað verður gegnið með fjölnota ljós sem ganga fyrir rafhlöðum. Ljósin verða seld á 1000 kr. stykkið og er göngufólk hvatt til að taka þau með sér heim eða skila aftur að göngu lokinni.
Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

By Viðburður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á föstudaginn 2. desember í Friðarhúsi.

Eftir matinn les Valur Gunnarsson upp úr bókinni Hvað ef þar sem er m.a. velt upp möguleikanum á herlausu Íslandi og Ingibjörg Hjartardóttir kynnir bók sína um félaga okkar Birnu Þórðardóttur. Una Torfadóttir sér svo um tónlistina.

Húsið opnar kl 18:30. Verð 2500. krónur.

Öll velkomin

Kjúklingur

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október.
Matseldinn verður í höndum ýmissa meðlima í miðnefndinni sem bjóða upp á veglegt hlaðborð. Meðal þess sem í boði er:
* Kjúklingaréttur í mangóchutney
* Rómuð sveppasúpa
* Kjúklingur í teryaki og perlukúskús
* Penang-karrý með jarðhnetum
* Pakora-buff
* Grjón, brauð og salat
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Sigríður Víðis Jónsdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni „Ríkisfang: Ekkert“. Nánari dagskrá kynnt síðar.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Samstöðumótmæli með Írönum

Raddir frá Íran

By Í brennidepli, Viðburður
Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað en stjórnvöld reyna að berja þau niður með ofbeldi. Hópur ungra Írana sem búsettur er á Íslandi hefur fylgst náið með ástandinu í heimalandi sínu og reynt að leggja mótmælahreyfingunni lið sitt með ýmsum hætti.
Hluti þessa hóps mun mæta í Friðarhús, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 og segja frá stöðu mála í Íran og mótmælahreyfingunni.
Fyrirspurnir og umræður á eftir. Öll velkomin.

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

By Viðburður
Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að kynna sér friðasamlega andspyrnu í Úkraínu og til að efna til samstarfs við þarlend samtök. Á fundi í Friðarhúsi sem verður á miðvikudaginn 12. október kl. 20:00 segir hann frá ferðinni og sýnir myndir.
Maurizio er meðlimur í SHA og bar kveðju frá samtökunum til Úkraínskra friðarsinna. Baráttan fyrir friði er hvergi erfiðari en í miðjum stríðsátökum. Ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á friðarmálum og Úkraínustríðinu.