Skip to main content

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Uncategorized

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn og hernaðarandstæðingurinn Geir Guðjónsson.

Matseðill:

* Kjúklingur í kókosmjólk með sætum kartöflum og chili

* Grænmetisréttur

Að borðhaldi loknu munu rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Ófeigur Sigurðsson lesa úr nýjum verkum sínum.

Borðhald hefst að venju kl. 19. Verð kr. 1.500.

Ályktun frá SHA

By Uncategorized

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp NATO á saklausum borgurum eru raunar reglubundnar fregnir frá þessum heimshluta, einkum með aukinni notkun fjarstýrðra drápsvélmenna í Afganistan og Pakistan.

Af þessu tilefni gera Samtök hernaðarandstæðinga það að tillögu sinni að stjórnvöld afþakki loftrýmisgæslu NATO í íslenskri lofthelgi árið 2013 og noti þær 30 milljónir sem annars hefðu farið í að niðurgreiða þotuæfingar NATO-herja í að greiða bætur til aðstandenda þeirra afgönsku og pakistönsku borgara sem drepnir hafa verið á okkar vegum.

Friðarmerki á Klambratúni

By Uncategorized

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- og félagasamtök staðið fyrir sameiginlegri aðgerð þar sem hópur fólks hefur myndað friðarmerki með blys í hönd á Miklatúni/Klambratúni.

Athöfnin hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 2. október. Friðarsinnar eru þó hvattir til að mæta tímanlega. Kerti seld á staðnum á kr. 500.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

By Uncategorized

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september.

Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á fyrsta matseðlinum, en Guðrún Bóasdóttir sér um eldamennskuna.

* Matarmikil kjötsúpa
* Grænmetisgratín (bakað grænmeti í ofni)
* Borið fram með  kartöflubrauði, smjöri og heimagerðu hvítlauksmajónesi

 

Borðhald hefst á slaginu 19:00. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir.