Skip to main content

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

By Uncategorized

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 á hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Fyrir fundinum liggur tillaga til lagabreytingar þess efnis að landsfundur verði eftirleiðis haldinn á vormisseri, eigi síðar en í lok mars og að reikningsár SHA verði eftirleiðis almanaksárið. Verði tillagan samþykkt er ljóst að nýr aðalfundur verður haldinn strax í febrúar eða mars á næsta ári.

Léttur málsverður verður framreiddur í hádeginu, en kl. 13:30 flytur Helga Björnsdóttir mannfræðingur erindið: „Hernaðarlúkk“: um hernaðarhyggju og hervæðingu. Umræður á eftir.

Njósnir og uppljóstranir! – SHA og MFÍK funda

By Uncategorized

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember kl. 20.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður og fyrrum ritstjóri Smugunnar talar um njósnir og uppljóstranir: Uppljóstranir Edward Snowden og Chelsea Manning ? Hverju breyta þær? Hversu mikilvægir eru uppljóstrarar lýðræðinu og hvernig er komið fram við þá?

Á undan mun MFÍK bjóða upp á málsverð sem hefst kl. 19. Matseðill: Pottréttur Auðar og grænmetispottréttur Leu, brauð og salat, kaffi og súkkulaðimolar. – Verð kr. 1.500

Allir velkomnir.

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í hópi nokkurra yngri félagsmanna.

Matseðill:

  • Lasagne
  • Grænmetislasagne
  • Ferskt salat & hvítlauksbrauð
  • Eftirréttur: Eplahraun að hætti hraunavina

Að borðhaldi loknu mun Jón Ögmundur Þormóðsson lögfræðingur kynna stórmerkilega bók sína sem hefur að geyma yfirgripsmikið safn tilvitnana um friðarmál. Peace and War: Niagara of Quotations (Friður og stríð: Hafsjór af tilvitnunum).

Borðhald hefst kl. 19. Allir velkomnir. Athugið nýtt verð: 2.000 kr.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

By Uncategorized

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar.

Matseðill:

  • Lambakjöt í hnetusósu borið fram með hrísgrjónum og austurlensku hvítkálssalati
  • Blómkál bakað í ofni með osti og makkarónum
  • Úrval af haustgrænmeti

Dagskráin verður kynnt síðar. Borðhald hefst kl. 19. Athugið nýtt verð: 2.000 kr.

Allir velkomnir.