Fjölmiðlar og friðarmálin

By 13/03/2014 Uncategorized

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Verðlaunin fengu þeir fyrir skrif um málefni hælisleitenda. Á liðnu ári rituðu þeir félagarnir meðal annars greinaflokk um stuðning Nató við pyntingasveitir í Írak, svo dæmi sé tekið.

Hverjar eru aðstæður íslenskra blaðamanna til að fjalla um utanríkisstefnu Íslands og hernaðarmál? Hversu samvinnufús eru stjórnvöld? Að hvaða leyti geta gögn frá uppljóstrurum komið að gagni?

Á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars munu þeir Jón Bjarki og Jóhann Páll mæta og segja frá reynslu sinni og taka þátt í umræðum um fjölmiðla, frið og alþjóðamál. Sá hluti dagskrárinnar hefst kl. 14 í Friðarhúsi en sjálfur landsfundurinn byrjar kl. 11.