Skip to main content

Uppgjöri fagnað

By Uncategorized

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006:

FramsoknLandsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar því uppgjöri sem forysta Framsóknarflokksins hefur gert við hina hörmulegu stuðningsyfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við ólöglegan hernað og hernám Íraks undir forystu Bandaríkjanna.

Landsfundurinn skorar á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli.

Hrikalegar afleiðingar stríðsins sem stuðningsaðilar þess bera sína ábyrgð á, blasa nú við heimsbyggðinni í fréttum dag hvern.

Í framhaldi af þessu skorar fundurinn á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar

Nýtt nafn – sömu góðu samtökin

By Uncategorized

fridardufaLandsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum og fjöldi ályktanna samþykktur. Niðurstöður fundarins verða kynntar rækilega á þessum vettvangi á næstunni.

Meðal markverðustu tíðinda má nefna að samþykkt var samhljóða að breyta nafni félagsins. Hið nýja heiti er Samtök hernaðarandstæðinga.

Góður rómur var gerður að nýja nafninu, sem talið er venjast vel og endurspegla prýðilega starf samtakanna og áherslur þeirra.