Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

By 12/12/2006 Uncategorized

trident Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi og lagðist þar á götuna til að stöðva umferð. 21 voru handteknir. Síðan aðgerðaætlunin Faslane 365 hófst 1. október sl. hafa 350 manns verið handteknir við mótmælaaðgerðir við flotastöðina.

Í Bretlandi hafa að undanförnu verið tíðar mótmælaaðgerðir gegn kjarnorkuvopnum, einkum vegna áætlana um endurnýjun kjarnorkuvopnabirgða Breta. Í flotastöðinni í Faslane í Skotlandi eru kjarnorkuvopn staðsett og 1. október sl. var sett af stað aðgerðaáætlun til eins árs, til 30. september 2007, Faslane 365. Víðar í Evrópu hafa að undanförnu verið mótmælaaðgerðir gegn kjarnorkuvopnum og kjarnorkuvopnaáætlunum NATO, m.a í Belgíu.

Sjá nánar:
www.faslane365.org
www.blockthebuilders.org.uk
www.tridentploughshares.org/index.php3
www.banthebomb.org/index.php
www.globalsecurity.org/wmd/world/uk/clyde.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/HMNB_Clyde
www.vredesactie.be/campaign.php?id=12

Mynd: faslane365.org