Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn frá því í fyrra þar sem rauðrófusúpa Guðrúnar Bóasdóttur (Systu) sló í gegn og kláraðist. Matseðillinn verður á þessa leið:
* Rauðrófusúpa (Bortsj) með kjötsnúðum
* Tortilla (spænsk kartöflueggjakaka)
* Kaffi og súkkulaðikaka(með rauðrófum)
Sá gamalkunni herstöðvaandstæðingur Kristján Guðlaugsson mætir, tekur lagið og segir frá.
Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir. Verð kr. 1.500.
Recent Comments