Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. þrjár ályktanir; Um uppsögn Varnarsamningsins, um kjarnorkuvopnum og um skipbrot íhlutunarstefnu. Ályktanirnar má sjá hér að neðan með því að velja halda áfram að lesa. Fundurinn samþykkti jafnfram að koma á fót lyftusjóði með það að markmiði að tryggja hjólastólaaðgengi fyrir félaga.
Auður Lilja Erlingsdóttir var endurkjörin formaður samtakanna en miðnefnd næsta starfsárið skipa annars: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Guðbjartur Jón Einarsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Elín Sigurðurðardóttir og Bjarni Þóroddsson voru kjörin varamenn, en ekki er hefð fyrir að gera greinarmun á aðal- og varamönnum í starfi miðnefndar.
Recent Comments