Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

By 25/10/2016 Uncategorized

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verði haldinn kvöldið áður, föstudaginn 28. október. Fyrrum miðnefndarmaðurinn Elías Jón Guðjónsson sér um eldamennskuna og er matseðillinn einfaldur:

  • Indverskur matur. Réttir fyrir kjöt- og grænmetisætur.

Að venju verða skemmtiatriði að borðhaldi loknu með góðum félögum úr friðarhreyfingunni. Eyrún Ósk Jónsdóttir les úr nýrri verðlaunabók sinni, en hún hefur um árabil starfað innan Samstarfshóps friðarhreyfinga að Þorláksmessugöngu og kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn. Erpur Eyvindarson kemur einnig og tekur lagið.

Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000.