All Posts By

Guttormur Þorsteinsson

Kertafleyting

Kertafleytingar um allt land 9. ágúst

By Viðburður

Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmis farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkna á einstökum stöðum.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin kl. 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA.

Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga kl. 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp.

Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp.

Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00.

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax – semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

By Ályktun
Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu nú þegar og vinna í kjölfarið að friði og samvinnu í Evrópu.

Stríð eru óásættanleg leið til að útkljá ágreining ríkja eða hópa á milli. Evrópa getur státað af langri sögu siðmenningar og lýðræðis þar sem samvinna og þekkingarleit hafa leitt til stórkostlegra framfara. Við höfum einnig upplifað hrikalegar styrjaldir, átök, sundrungu og ofbeldi. Styrjaldir hafa aldrei leitt annað en hörmungar yfir álfuna og gera það einnig nú.

Stríðið í Úkraínu verður að stöðva tafarlaust með skilyrðislausu vopnahléi. Í kjölfarið þarf strax að ræða og semja um langvarandi frið sem er grunnur að mannréttindum og lýðræði. Friður og framfarir í Evrópu eru sameiginlegt verkefni álfunnar allrar. Þar mega þjóðarleiðtogar ekki láta sitt eftir liggja. Byrjum friðarferlið strax í dag.

  • 1. Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur, Reykjavík
  • 2. Anna Guðmundsdóttir, friðarsinni, Reykjavík
  • 3. Anna S Hróðmarsdóttir, Reykjavík
  • 4. Anna Þorsteinsdóttir, þjóðgarðsvörður, Mývatnssveit
  • 5. Árni Hjartarson, jarðfræðingur, Reykjavík
  • 6. Ásta Steingerður Geirsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðsögumaður, Borgarfirði eystri
  • 7. Auður Alfífa Ketilsdóttir, Reykjavík
  • 8. Auður Lilja Erlingsdóttir, deildarstjóri, Reykjavík
  • 9. Árni Daníel Júlíusson, doktor í sagnfræði, Reykjavík
  • 10. Björgvin G. Sigurðsson, Selfossi
  • 11. Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, Reykjavík
  • 12. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
  • 13. Davíð Kristjánsson, Selfossi
  • 14. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari, Reykjavík
  • 15. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
  • 16. Drífa Lýðsdóttir, Reykjavík
  • 17. Einar Ólafsson, rithöfundur, Kópavogi
  • 18. Elín Oddný Sigurðardóttir, félagsfræðingur, Reykjavík
  • 19. Elísabet Berta Bjarnadóttir, Kópavogi
  • 20. Eygló Jónsdóttir, kennari og rithöfundur, Hafnarfirði
  • 21. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur, Hafnarfirði
  • 22. Finnbogi Óskarsson, efnafræðingur, Reykjavík
  • 23. Finnur Torfi Hjörleifsson, Borgarbyggð.
  • 24. Friðrik Atlason, teymisstjóri, Reykjavík
  • 25. Gísli Fannberg, Reykjavík.
  • 26. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi
  • 27. Guðmundur Guðmundsson, matvælafræðingur, Reykjavík
  • 28. Guðríður Adda Ragnarsdóttir, kennari. Reykjavík.
  • 29. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, Reykjavík
  • 30. Guðrún Hallgrímsdóttir, Matvælaverkfræðingur, Reykjavík
  • 31. Guðrún Hannesdóttir, rithöfundur, Reykjavik
  • 32. Gunnar Þór Jónsson, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
  • 33. Gunnlaugur Haraldsson, rithöfundur, Reykjavík
  • 34. Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Reykjavík
  • 35. Gyða Dröfn Jónudóttir Hjaltadóttir, sálfræðingur, Reykjavík
  • 36. Gylfi Þorkelsson, kennari, Selfossi
  • 37. Hallberg Brynjar Guðmundsson, nemi, Reykjavík
  • 38. Hanna Kristín Hallgrímsdóttir, öryrki, Reykjavík
  • 39. Haraldur Ólafsson, prófessor, Reykjavik
  • 40. Harpa Kristbergsdóttir, aðgerðarsinni, Reykjavík
  • 41. Haukur Jóhannsson, verkfræðingur, Kópavogur
  • 42. Helga Kress, prófessor, Reykjavík
  • 43. Hjalti Hugason, prófessor emeritus, Reykjavík
  • 44. Hjörtur Hjartarson, Reykjavík.
  • 45. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, Akureyri
  • 46. Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneyti, Reykjavík
  • 47. Hringur Hafsteinsson, sköpunarstjóri, Garðabæ
  • 48. Hrund Ólafsdóttir, bókmenntafræðingur og kennari, Reykjavík
  • 49. Ingibjörg Haraldsdóttir, kennari, Reykjavík
  • 50. Ingibjörg V Friðbjörnsdóttir, Kópavogi
  • 51. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Reykjavík
  • 52. Ingvi Þór Kormáksson, hljómlistarmaður, Reykjavík
  • 53. Ísleifur Arnórsson, stúdentsefni, Reykjavík
  • 54. Jón Elíasson, sjómaður, Bolungarvík.
  • 55. Jón Karl Stefánsson, doktorsnemi, Reykjavik
  • 56. Júlíus K Valdimarsson, aðgerðasinni, Reykjavík
  • 57. Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur, Reykjavík
  • 58. Kári Þorgrímsson bóndi Garði Mývatnssveit
  • 59. Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, Reykjavík
  • 60. Kristín Böðvarsdóttir, kennari á eftirlaunum, Reykjavík
  • 61. Lowana Veal, aðgerðasinni og líffræðingur, Reykjavík
  • 62. María Hauksdóttir Kópavogur
  • 63. Nóam Óli Stefánsson, nemi, Reykjavík
  • 64. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, íslenskukennari, Ísafirði
  • 65. René Biasone, varaþingmaður, Reykjavík.
  • 66. Rúna Baldvinsdóttir, öryrki, Reykjavík
  • 67. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík
  • 68. Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík
  • 69. Sigríður Gísladóttir, Dýralæknir, Ísafirði
  • 70. Sigrún Skúladóttir, sjúkraliði, Reykjavík
  • 71. Sigtryggur Jónsson Reykjavík Lífeyrisþegi.
  • 72. Sigurður Flosason, bifreiðastjóri, Kópavogi
  • 73. Sigurður G. Tómasson, f.v. útvarpsmaður, Mosfellsbæ
  • 74. Sigurður Ingi Andrésson, véltæknifræðingur, Selfossi
  • 75. Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, Reykjavík
  • 76. Sjöfn Ingólfsdóttir, bókavörður, Reykjavík
  • 77. Soffía Sigurðardóttir, friðarsinni, Selfossi
  • 78. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Reykjavík
  • 79. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, Reykjavík
  • 80. Steinarr Bjarni Guðmundsson, bílstjóri, Höfn
  • 81. Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir, sagnfræðingur, Reykjavík
  • 82. Svanur Gísli Þorkelsson, leiðsögumaður, Reykjanesbæ
  • 83. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor, Reykjavík
  • 84. Sæþór Benjamín Randalsson, matráður, Kópavogi
  • 85. Tjörvi Schiöth, nemi, Reykjavík
  • 86. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi, Reykjavík
  • 87. Trausti Steinsson, heimsreisumaður, Hveragerði
  • 88. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og sirkúslistakona, Ólafsfirði
  • 89. Valgeir Jónasson, rafeindavirki, Reykjavík
  • 90. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðingur, Hafnarfirði
  • 91. Vigdís Hlíf Sigurðardóttir, kennari, Reykjavík
  • 92. Vilborg Ölversdóttir, Reykjavík
  • 93. Þór Vigfússon, myndlistarmaður, Djúpavogi
  • 94. Þóra Pálsdóttir, kennari, Kópavogi
  • 95. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur og stálsmiður, Akureyri
  • 96. Þórarinn Magnússon, bóndi, Frostastöðum, Skagafirði
  • 97. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, Selfossi
  • 98. Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur, Vogum
  • 99. Þorvaldur Þorvaldsson, smiður, Reykjavík
  • 100. Þuríður Backman, fv. alþingismaður, Kópavogi
Þúfa

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

By Viðburður
Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í Úkraínu. Friðarsinnar hyggjast nota tækifærið til að hvetja leiðtogana til þess að vinna með öllum ráðum að því að átökum ljúki og samið verði um varanlegan frið. Í því skyni verður safnast saman við Þúfuna, útilistaverkið á norðvesturgarði Reykajvíkurhafnar – gegnt Hörpu kl. 17, þriðjudaginn 16. maí.
Friðarsinnar eru hvattir til að mæta með sjóstöng eða handfæri til að reyna að næla sér í nokkra marhnúta á meðan þjóðhöfðingjarnir eru minntir á friðarmálstaðinn.
1. maí kaffi SHA

1. maí kaffi SHA

By Viðburður
Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga frá kl. 11 til 13. Gangan leggur svo af stað af Skólavörðuholti.
Í boði verða vöfflur eins og þið getið í ykkur látið og annað heimagert góðgæti. Aðgangseyrir einungis 500 krónur.

 

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

By Viðburður
Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær kokkur og fékk einróma lof síðast þegar hann stýrði pottum og pönnum í Friðarhúsi.
Matseðill:
• Sætkartöfluchilli
• Eggaldins-Parmigiana
• Krispí súkkulaðikardimommubitar
Að borðhaldi loknu mun Gunnhildur Vala Valsdóttir leika og syngja og Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa úr verkum sínum.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

By Ályktun

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með því að taka upp reglubundna þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta í landhelgi Íslands. Sá fyrirvari sem settur er um að við komu herskipa og kafbáta „skuli virða ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum“, er haldslaus“. Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar eru það sem gætu vikið frá þeirri friðlýsingu? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ganga úr skugga um að þeir kafbátar sem hér fara um séu ekki búnir kjarnorkuvopnum?

Samtök hernaðarandstæðinga krefjast undanbragðalausrar friðlýsingar fyrir kjarnorkuvopnum á öllu íslensku yfirráðasvæði. Þá skal einnig bent á það að ef kafbátur sekkur í norðurhöfum, þá eru í kjarnorkuofnum hans hættuleg geislavirk efni, sem geta valdið mun alvarlegra umhverfisslysi í nágrenni Íslands en ósprungin kjarnorkuvopn. Þess vegna árétta Samtök hernaðarandstæðinga kröfur sínar um að umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska lögsögu verði bönnuð undantekningarlaust.

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

By Ályktun

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án tafar. Áframhald þessa stríðs stefnir í stigmögnun sem getur leitt til kjarnorkustríðs.

Við beinum því til íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir friðarsamningum og í framhaldi af því stuðningi við endurbyggingu Úkraínu í samstarfi við alla íbúa landsins.

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

By Ályktun

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að frið og öryggi megi tryggja með vígvæðingu og vopnavaldi. Skoðanakannanir benda til þess að talsverður hópur fólks láti hörmungarfréttirnar hræða sig til stuðnings við hernaðarbandalagið Nató og ríki sem til áratuga kusu að standa utan hernaðarbandalaga láta nú hrella sig inn í bandalagið.

Ömurlegt stríðið ætti þó þvert á móti að vera hernaðarandstæðingum brýning til að verða enn harðari í baráttu sinni gegn vopnakapphlaupi, hvers kyns vígbúnaðaráformum og aðild Íslands að Nató. Hernaðarbandalög ala á ófriði, skikka aðildarríki sín til að sóa svimandi fjárhæðum til vopnakaupa sem enn ala á vandann og koma í veg fyrir skynsamlegri nýtingu verðmæta.

Hernaðarbandalagið Nató skilur eftir sig blóðuga slóð íhlutana víða um lönd og skemmst að minnast framferði þess í Líbíu sem hafði hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa landsins og hratt af stað flóttamannabylgju. Hornsteinn í stefnu Nató eru kjarnorkuvopnin sem fela í sér hótun um gjöreyðingu mannkyns. Nató er siðferðilega gjaldþrota stofnun og því fyrr sem Íslendingar segja skilið við það, því betra. Öryggi Íslendinga er best tryggt með því að standa með friðarstefnu, sniðganga öll hernaðarbandalög og stugga hernaðartólum burt úr landhelginni og af íslensku landi.

Ný miðnefnd tekur til starfa

By Fréttir, Tilkynningar
Það var vel mætt á landsfund og málsverð og við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg. Magnús Þorkell Bernharðsson var með mjög fróðlegt erindi um arfleið Íraksstríðsins, bæði fyrir Írak og stöðu Bandaríkjanna í heiminum.
Guttormur Þorsteinsson var endurkjörinn formaður og í miðnefnd voru kosin: Friðrik Atlason, Karl Héðinn Kristjánsson, Lowana Veal, Sigurður Flosason, Soffía Sigurðardóttir, Stefán Pálsson, Tjörvi Schiöth og Þorvaldur Þorvaldsson sem aðalmenn og Hallberg Brynjar Guðmundsson, Harpa Kristbergsdóttir og Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir til vara.

Landsfundur SHA – 1. apríl

By Viðburður

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl.

Dagskrá hefst kl. 11 með stjórnarkjöri og almennum aðalfundarstörfum. Léttur hádegisverður í boði.

Kl. 13 mun Magnús Þorkell Berharðsson, sérfræðingur í sögu og stjórnmálum Miðausturlanda ræða um Íraksstríðið sem hófst fyrir 20 árum. Áætluð fundarlok kl. 16.