Skip to main content
Tag

málsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldisfögnuður Friðarhúss

By Viðburður

Jólahlaðborð SHA ber að þessu sinni upp á föstudaginn 1. desember.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um krásirnar. Matseðill:

• Heimaverkuð sænsk jólaskinka með kartöflusalti, og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Karrýsíld og Tómatsalsasíld
• Rækjufrauð
• Hnetusteik fyrir grænkera
• Kaffi, konfekt og döðulukaka með heitri karamellusósu

Sest verður að snæðingi kl. 19.

Að borðhaldi loknu hefst menningardagskrá. Þórdís Gísladóttir skáldkona les úr nýjustu bók sinni. Bára Baldursdóttir sagnfræðingur segir frá stóráhugaverðri nýju verki sínu um Ástandið og framgöngu yfirvalda gagnvart stúlkum sem tengdar voru við það. Að lokum tekur trúbadorinn Arnór Ingi nokkur lög.

Gestum í Friðarhúsi gefst líka færi á að skoða veggspjaldasýningu nema í Listaháskóla Íslands úr námskeiði um pólitíska list.

Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

októberfest

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi eru að jafnaði síðasta föstudag í mánuði, nú þann 27. október.

Bjarki Hjörleifsson, Jónína Riedel og Friðrik Atlason sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Systa mætir með sérbakað pretzel. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð gesta…

Húsið er opnað 18:30 en sest að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá þar sem Nanna Rögnvaldardóttir les úr nýrri bók sinni og Hemúllinn tekur lagið.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin
Rauðrófusúpa og íslensk kjötsúpa

Septembermálsverður Friðarhúss

By Viðburður
Málsverðir SHA hefjast á ný í Friðrhúsi með haustlegum súpum og ný-uppteknu íslensku grænmeti í aðalhlutverki. Gamaldags íslensk kjötsúpa og vegan rauðrófusúpa með kjúklingabaunum í boði, heimaræktað litríkt salat og rauðrófur ásamt gamaldags kryddbrauði með smjöri. Á eftir verður svo konfekt og kaffi. Allt í boði matgæðinganna Systu og Lowönu.
Trúbadorinn Víf tekur lagið og Soffía Sigurðardóttir, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga segir frá starfsemi Heimavarnarliðsins sem hleypti upp Nató-heræfingum á árunum í kringum 1990 og ræðir borgaralega óhlýðni og friðarstefnu.
Húsið opnar 18:30 en sest verður að snæðingi kl. 19, 2500 króna aðgangseyrir, öll velkomin.
Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

By Viðburður
Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær kokkur og fékk einróma lof síðast þegar hann stýrði pottum og pönnum í Friðarhúsi.
Matseðill:
• Sætkartöfluchilli
• Eggaldins-Parmigiana
• Krispí súkkulaðikardimommubitar
Að borðhaldi loknu mun Gunnhildur Vala Valsdóttir leika og syngja og Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa úr verkum sínum.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.
Kjötsúpa

Febrúarmálsverður Friðarhúss

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að þessu sinni. Húsið opnar á sama tíma og venjulega en vegna fyrirhugaðra aðgerða á ársafmæli stríðsins í Úkraínu mun borðhald hefjast hálftíma síðar en vanalegt er, kl. 19:30.
Matseðill:
* Kjötsúpa Systu ásamt soðkökum
* Grænmetissúpa Frikka
* Vegansnúðar
* Kaffi og kökur
Að borðhaldi loknu mun Ragnar Stefánsson segja frá nýlegri verðlaunabók sinni um jarðskjálfta.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.
Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

By Viðburður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á föstudaginn 2. desember í Friðarhúsi.

Eftir matinn les Valur Gunnarsson upp úr bókinni Hvað ef þar sem er m.a. velt upp möguleikanum á herlausu Íslandi og Ingibjörg Hjartardóttir kynnir bók sína um félaga okkar Birnu Þórðardóttur. Una Torfadóttir sér svo um tónlistina.

Húsið opnar kl 18:30. Verð 2500. krónur.

Öll velkomin

Kjúklingur

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október.
Matseldinn verður í höndum ýmissa meðlima í miðnefndinni sem bjóða upp á veglegt hlaðborð. Meðal þess sem í boði er:
* Kjúklingaréttur í mangóchutney
* Rómuð sveppasúpa
* Kjúklingur í teryaki og perlukúskús
* Penang-karrý með jarðhnetum
* Pakora-buff
* Grjón, brauð og salat
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Sigríður Víðis Jónsdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni „Ríkisfang: Ekkert“. Nánari dagskrá kynnt síðar.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Októberfest

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí.
Bjarki Hjörleifsson og Jónína Riedel sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð…
Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá. Anna Ólafsdóttir Björnsson les úr nýrri glæpasögu og trúbadorinn Linus Orri tekur lagið.
Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan matseðil. Geir Guðjónsson, pottahvíslarinn frá Akranesi og Þórhildur Heimisdóttur sjá um matinn. Geir sinnir alætum og Þórhildur grænkerum.
* Kjúklingaleggir í satay-sósu
* Ratatouille
* Líflegt salat
* Grjón & brauð
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mætir tónlistarmaðurinn Bony Man og tekur lagið auk þess sem rakin verður æsileg kræklingatínsluferð félaga í SHA á heræfingaslóðir í Hvalfirði á dögunum.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000. Öll velkomin

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

By Tilkynningar, Viðburður
Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði í Friðarhúsi þessar vikurnar. Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, hinn árvissi fullveldisfögnuður sem hefði átt að halda föstudaginn 26. nóvember , getur því ekki farið fram að þessu sinni. Þó verður leitað leiða til að blása til samkomu um leið og ytri aðstæður leyfa.