Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi fer fram föstudaginn 23. febrúar n.k. Um er að ræða sannkallaðan fjölskyldumálsverð með tveimur kokkateymum: bræðrunum Friðriki og Gísla Atlasonum & Eskhlíðingunum Stefáni, Steinunni Þóru og Nóam ÓIa.

Matseðill:

* Qidreh – palestínskur lamba- og hrísgrjónapottréttur
* Mexíkóskur grænkerapottréttur með svartbaunum og sætum kartöflum
* Heimabakað brauð
* Kaffi og brownies í eftirrétt

Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Friðriksson fjalla um nýlega bók sína um skrímsli í sögu Íslands. Nánari dagskrá kynnt síðar. Sest verður að snæðingi kl. 19. Varð kr. 2.500.

Öll velkomin.