Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA 2024 fer fram föstudagskvöldið 26. janúar kl. 19:00  í Friðarhúsi. Kokkarnir eru ekki af verri endanum. Þorvaldur Þorvaldsson sér um kjötréttinn en Þórhildur Heimisdóttir sinnir grænkerunum.
Matseðill:
* Lasagne að hætti byltingarinnar
* Makloubeh
* Salat
* Kaffi og hjónabandssæla
Að borðhaldi loknu verður menningardagskrá. Sigurrós Þorgrímsdóttir mun gera grein fyrir nýútkominni bók sinni um ævi og störf stjórnmálakonunnar Katrínar Pálsdóttur. Þá mun tónlistarmaðurinn Klói leika lög af nýútkominni plötu sinni sem unnt verður að kaupa á staðnum.
Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr að venju. Verð kr. 2.500, öll velkomin.