Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi eru að jafnaði síðasta föstudag í mánuði, nú þann 27. október.

Bjarki Hjörleifsson, Jónína Riedel og Friðrik Atlason sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Systa mætir með sérbakað pretzel. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð gesta…

Húsið er opnað 18:30 en sest að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá þar sem Nanna Rögnvaldardóttir les úr nýrri bók sinni og Hemúllinn tekur lagið.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin