Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að þessu sinni. Húsið opnar á sama tíma og venjulega en vegna fyrirhugaðra aðgerða á ársafmæli stríðsins í Úkraínu mun borðhald hefjast hálftíma síðar en vanalegt er, kl. 19:30.
Matseðill:
* Kjötsúpa Systu ásamt soðkökum
* Grænmetissúpa Frikka
* Vegansnúðar
* Kaffi og kökur
Að borðhaldi loknu mun Ragnar Stefánsson segja frá nýlegri verðlaunabók sinni um jarðskjálfta.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.