Category

Viðburður

Septembermálsverður

By Viðburður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson sér um matinn en fyrri málsverðir hans hafa slegið í gegn.

Matseðill:

Kúrbíts- og spínatlasagna

Grískt salat

Hvítlauksbrauð

Tómatsúpa

Bananakaramellufrauð

Kaffi

Að málsverði loknum mun Hreindís Ylva Garðarsdóttir taka lagið. Verð 2000 kr. öll velkomin.

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

By Viðburður

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum. Alkunna er að stefna og framkoma varaforsetans og ríkisstjórnar hans er í andstöðu við skoðanir og gildi fjölmargra Íslendinga. Af því tilefni hafa fjöldi félagasamtaka tekið sig saman um að boða til útifundar á Austurvelli miðvikudaginn 4. september kl. 17:30 undir yfirskriftinni: „Partý gegn Pence: stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.

Fundurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir fólk úr öllum áttum til að tjá afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar í friðar- og afvopnunarmálum, kvenfrelsismálum, málefnum hinseginfólks, á sviði umhverfisverndar og framkomu við flóttafólk. Félagasamtökin sem að fundinum standa vinna einmitt að þessum málaflokkum.

Flutt verða fimm stutt ávörp, en ræðumenn verða Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, María Helga Guðmundsdóttir fv. formaður Samtakanna 78, Hildur Knútsdóttir rithöfundur og umhverfisverndarsinni, Randi Stebbins mannréttindalögfræðingur og Isabella Rivera sem hefur búið sem innflytjandi í Bandaríkjunum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði. Almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll og láta skoðun sína í ljós, hver með sínu nefi.

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

By Viðburður

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til
að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra.

Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar
mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð.

Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála
þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning.

Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór
Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni.

Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma.

Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar
tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti
Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Maímálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri
verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. Líkt og síðustu ár
verður þar á ferðinni Pálínuboð miðnefndar, þar sem einstakir
miðnefndarfulltrúar bjóða upp á hlaðborð með ýmsum réttum fyrir
grænkera og kjötætur.

  • Lasagne
  • Maraokkóskur lambapottréttur
  • Marokkóskur tempeh og kínoa réttur fyrir grænkera
  • Kjúklingur í teriyaki og perlukúskús (sojaútgáfa í boði fyrir grænkera)
  • Linsubaunasúpa með kartöflum og grænmeti
  • Salat
  • Brauð
  • Kaffi og konfekt

Að borðhaldi loknu mun trúbadorinn Brynjar Jóhannsson taka lagið og
Þóra Hjörleifsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu, Kviku, sem vakið hefur
mikla athygli. Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2000. Öll
velkomin

Hundraðasti málsverðurinn!

By Viðburður

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl – sem mun vera hvorki meira né minna en hundraðasti málsverðurinn frá upphafi! Björk Vilhelmsdóttir og Dóra Svavarsdóttir sjá um eldamennsku. Þemað verður marokkósk veisla fyrir kjötætur jafnt sem grænkera.

    • Kjúklingur
    • Grænmeti
    • Couscous
    • Salat og annað góðgæti með norður afrískum áhrifum

Borðhald hefst kl. 19. Eftir mat verður glæný bók um róttækni og umhverfispólitík kynnt. Nánari dagskrá birt síðar. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

1949 – Austurvöllur – 2019

By Viðburður

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli ofbeldis gegn friðsömum mótmælendum á Austurvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga munu minnast þessara atburða á Austurvelli
þann 30. mars n.k. milli kl. 13 og 17.

Sögusýning um glæpi Nató, ræðuhöld, kvikmyndasýning og tónlistarflutningur.

Marsmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 ár frá inngöngunni örlagaríku í Nató.

Kokkar kvöldsins verða þeir Ævar Örn Jósepsson og Jón Yngvi Jóhannesson.

Matseðill:

  • Matar- og bragðmikið gúllas með rætur sem liggja til allra helstu ríkja Mið- og Austur-Evrópu en teygja anga sína líka alla leið til Hafnarfjarðar. (Fyrir kjötætur)
  • Matarmikið, bragðgott og einstaklega saðsamt bauna- og sveppagúllas úr Lauganesinu með mið-evrópsku ívafi. (Fyrir grænkera)
  • Royal-búðingur með þeyttum rjóma. Veganvæn útgáfa af hvorutveggja búðingnum og rjómanum verður einnig á boðstólunum.

Að borðhaldi loknu mun tónlistar og myndlistarkonan Heiða taka lagið og gera grein fyrir myndlistarsýningu sinni í húsinu. Gestur Páll Reynisson stjórnmálafræðingur býður upp á óvænta og skemmtilega sögustund: sögur úr hinu liðinu.

Sest að snæðingi kl. 19. Öll velkomin. Verð kr. 2.000.