Category

Viðburður

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

By Viðburður
Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og átakasvæði í Miðausturlöndum miðvikudaginn 20. maí kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Þótt fréttastofur heimsins hugsi vart um annað en Covid-19 faraldurinn heldur Jörðin áfram að snúast. Dregið hefur til tíðinda allt frá Líbýu í vestri til Írans í austri, á Arabíuskaga, Sýrlandi, Írak og Ísrael.

Hvað hefur gerst á meðan Evrópubúar hættu að horfa? Eru stríðin í þessum heimshluta í rénum eða eru ný að gjósa upp?

Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður og sérfræðingur í alþjóðamálum fer yfir stöðu mála og svarar spurningum. Öll velkomin á meðan húsrúm og fyrirmæli sóttvarnarlæknis leyfa.

Martyn Lowe

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

By Viðburður
Martyn Lowe

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í Bretlandi og víðar. Sumir áttu meira að segja náin kynni við konur innan samtakanna á meðan. Hér á Íslandi njósnaði Mark Kennedy/Stone um mótmælendur gegn Kárahnjúkavirkjun.

Aðfarir þeirra voru afhjúpaðar af meðlimum Greenpeace í Lundúnum og eru nú til rannsóknar. Kona sem átti í sambandi við Kennedy í Bretlandi falast nú eftir upplýsingum um starf hans á Íslandi.

Martyn Lowe sem tók þátt í starfi Greenpeace á meðan að minnsta kosti tveir lögreglunjósnarar störfuðu innan samtakanna er staddur á Íslandi. Hann er einn af 200 lykilmönnum í þessari rannsókn og hann mun tala um hana og lögreglunjósnara á fundinum.

kjúklingaréttur

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði friðarhöfðingjans og grænmetisréttu sýrlenska stríðsandstæðingsins með hrísgjónum friðarhreyfingarinnar og hinu dýrlega brauði mótmælanda brauðmolakenningarinnar. Á eftir verður boðið uppa kaffi og með því.

Menningardagskrá kvöldsins er upplestur tveggja höfunda. Guðrún Inga Ragnarsdóttir, les úr nýrri bók sinni Plan B, sem er fyrsta bók ársins og
Aðalsteinn Eyþórsson segir okkur frá sjálfstæðu sauðfé. Hér mætast andstæður, tvífætlingar í borg og fjórfætlingar í náttúrunni.

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

By Viðburður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember kl. 19:00.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér að venju um matseldina og býður upp á stórglæsilegan matseðil:
-Heimaverkaða sænska jólaskinku með kartöflusalti, og sinnepssósu
-Heimagerða lifrakæfu og heimagert rúgbrauð
-Reykta nautatungu með piparrótarrjóma
-Karrýsíld og tómatsalsasíld.
-Rækjufrauð
-Hnetusteik fyrir grænkera
-Kaffi og konfekt

Menningardagskrá kvöldsins er ekki síðri. Kristín Ómarsdóttir les úr nýrri bók sinni Svanafólkið og Gunnar Guðmundsson segir okkur frá leitinni að Njáluhöfundi en samnefnd bók hans fjallar um það. Að lokum verður tónlistaratriði og auðvitað spjallað fram eftir kvöldi.

Öll velkomin, verð 2.000 krónur.

Upphafið að endalokum sprengjunnar

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

By Viðburður
Upphafið að endalokum sprengjunnar

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru
notaðar í hernaði. Upp frá því hefur mannkynið lifað í skugga þessara hræðilegu vopna sem eytt gætu siðmenningunni á svipstundu. Kjarnorkuveldunum fjölgar og ný vopn eru þróuð sem aldrei fyrr.

Heimildarmyndin Upphafið að endalokum Sprengunnar!, The Beginning of the End of Nuclear Weapons, eftir spænska leikstjórann Álvaro Orús var frumsýnd fyrr á þessu ári og hefur vakið mikla athygli. Hún rekur sögu baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum og fjallar sérstaklega um baráttu samtakanna ICAN, sem komu því til leiðar að 122 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu sáttmála um bann við kjarnavopnum á árinu 2017. Fyrir það afrek hlutu samtökin friðarverðlaun Nóbels. Næsta baráttumál friðarsinna er að fá sem flest ríki til að undirrita og fullgilda sáttmálann. Þar á meðal Ísland og önnur Nató-ríki sem hingað til hafa neitað að gera það.

Samstarfshópur friðarhreyfinga um kjarnorkuvopnabann býður til sýningar á myndinni í Bíó Paradís laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00.

Öll velkomin.

kjúklingaréttur

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
kjúklingaréttur

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum miðnefndarfulltrúi, Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir. Hún er lystakokkur og hefur t.a.m. rekið veitingahús.

Matseðill:
* „Afrískur“ kjúklingaréttur með ristuðum kókos og bönunum
* Grænmetis kókospottur
* Hrísgrjón
* Salat
* Brauð
* Kaffi og konfekt

Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000. Að borðhaldi loknu mun Sigríður K. Þorgrímsdóttir segja frá og lesa upp úr nýrri bók sinni um Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu, eitt helsta skáld íslensku friðarhreyfingarinnar.

Öll velkomin.

Septembermálsverður

By Viðburður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson sér um matinn en fyrri málsverðir hans hafa slegið í gegn.

Matseðill:

Kúrbíts- og spínatlasagna

Grískt salat

Hvítlauksbrauð

Tómatsúpa

Bananakaramellufrauð

Kaffi

Að málsverði loknum mun Hreindís Ylva Garðarsdóttir taka lagið. Verð 2000 kr. öll velkomin.

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

By Viðburður

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum. Alkunna er að stefna og framkoma varaforsetans og ríkisstjórnar hans er í andstöðu við skoðanir og gildi fjölmargra Íslendinga. Af því tilefni hafa fjöldi félagasamtaka tekið sig saman um að boða til útifundar á Austurvelli miðvikudaginn 4. september kl. 17:30 undir yfirskriftinni: „Partý gegn Pence: stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“.

Fundurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir fólk úr öllum áttum til að tjá afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar í friðar- og afvopnunarmálum, kvenfrelsismálum, málefnum hinseginfólks, á sviði umhverfisverndar og framkomu við flóttafólk. Félagasamtökin sem að fundinum standa vinna einmitt að þessum málaflokkum.

Flutt verða fimm stutt ávörp, en ræðumenn verða Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, María Helga Guðmundsdóttir fv. formaður Samtakanna 78, Hildur Knútsdóttir rithöfundur og umhverfisverndarsinni, Randi Stebbins mannréttindalögfræðingur og Isabella Rivera sem hefur búið sem innflytjandi í Bandaríkjunum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði. Almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll og láta skoðun sína í ljós, hver með sínu nefi.

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

By Viðburður

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til
að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945. Með athöfninni er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra.

Almenningur er rækilega minntur á hættuna af þessum vopnum um þessar
mundir, þar sem líkurnar á beitingu þeirra, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan vegið meiri. Má þar horfa til lítt dulbúinna hótana Bandaríkjastjórnar um beitingu slíkra vopna í deilum við Írani, uppsögn mikilvægra afvopnunarsamninga stórveldanna og ýfingar kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan. Sjónvarpsáhorfendur hafa sömuleiðis rifjað upp ógnir kjarnorkunnar í minnisstæðum þáttum um kjarnorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum árið 1986, sem margir hafa séð.

Í þessu svartnætti má þó benda á jákvæðari tíðindi, svo sem sáttmála
þann sem saminn hefur verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning.

Að þessu sinni verður kertum fleytt á fjórum stöðum á landinu föstudaginn 9.ágúst. Í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Stutt dagskrá verður á undan fleytingunni. Davíð Þór
Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur ávarp. Fundarstjóri Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Flotkerti verða seld á staðnum, en Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur veg og vanda af kertafleytingunni.

Ísfirðingar munu safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað klukkan 22:30 þar sem Bryndis Friðgeirsdóttir mun halda ræðu. Patreksfirði hefst kertafleytingin á sama tíma.

Akureyringar fleyta kertum hálftíma fyrr en á hinum stöðunum, nánar
tiltekið klukkan 22:00 við Minjasafnstjörnina þar sem Wolfgang Frosti
Sahr framhaldsskólakennari flytur ávarp.

Maímálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri
verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. Líkt og síðustu ár
verður þar á ferðinni Pálínuboð miðnefndar, þar sem einstakir
miðnefndarfulltrúar bjóða upp á hlaðborð með ýmsum réttum fyrir
grænkera og kjötætur.

  • Lasagne
  • Maraokkóskur lambapottréttur
  • Marokkóskur tempeh og kínoa réttur fyrir grænkera
  • Kjúklingur í teriyaki og perlukúskús (sojaútgáfa í boði fyrir grænkera)
  • Linsubaunasúpa með kartöflum og grænmeti
  • Salat
  • Brauð
  • Kaffi og konfekt

Að borðhaldi loknu mun trúbadorinn Brynjar Jóhannsson taka lagið og
Þóra Hjörleifsdóttir lesa úr nýlegri skáldsögu, Kviku, sem vakið hefur
mikla athygli. Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2000. Öll
velkomin