Category

Viðburður

Kjúklingur

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október.
Matseldinn verður í höndum ýmissa meðlima í miðnefndinni sem bjóða upp á veglegt hlaðborð. Meðal þess sem í boði er:
* Kjúklingaréttur í mangóchutney
* Rómuð sveppasúpa
* Kjúklingur í teryaki og perlukúskús
* Penang-karrý með jarðhnetum
* Pakora-buff
* Grjón, brauð og salat
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Sigríður Víðis Jónsdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni „Ríkisfang: Ekkert“. Nánari dagskrá kynnt síðar.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Samstöðumótmæli með Írönum

Raddir frá Íran

By Í brennidepli, Viðburður
Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað en stjórnvöld reyna að berja þau niður með ofbeldi. Hópur ungra Írana sem búsettur er á Íslandi hefur fylgst náið með ástandinu í heimalandi sínu og reynt að leggja mótmælahreyfingunni lið sitt með ýmsum hætti.
Hluti þessa hóps mun mæta í Friðarhús, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 og segja frá stöðu mála í Íran og mótmælahreyfingunni.
Fyrirspurnir og umræður á eftir. Öll velkomin.

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

By Viðburður
Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að kynna sér friðasamlega andspyrnu í Úkraínu og til að efna til samstarfs við þarlend samtök. Á fundi í Friðarhúsi sem verður á miðvikudaginn 12. október kl. 20:00 segir hann frá ferðinni og sýnir myndir.
Maurizio er meðlimur í SHA og bar kveðju frá samtökunum til Úkraínskra friðarsinna. Baráttan fyrir friði er hvergi erfiðari en í miðjum stríðsátökum. Ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á friðarmálum og Úkraínustríðinu.
Októberfest

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí.
Bjarki Hjörleifsson og Jónína Riedel sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð…
Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá. Anna Ólafsdóttir Björnsson les úr nýrri glæpasögu og trúbadorinn Linus Orri tekur lagið.
Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Kertafleyting

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

By Fréttir, Viðburður

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Japan og til stuðnings kröfunni um frið í veröldinni og heim án kjarnorkuvopna.

Í Reykjavík hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn frá árinu 1985. Engin breyting verður á því nú. Safnast verður saman við suðvesturenda Tjarnarinnar við Skothúsveg kl. 22:30. Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og bókmenntafræðingur flytur stutt ávarp. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir verður fundarstjóri.

Flotkerti verða seld á staðnum á kr. 500, athugið að enginn posi verður á svæðinu.

Viðburðurinn á Facebook.

* * *

Á Ísafirði og Patreksfirði verða fleytingar á sama tíma og í Reykjavík, kl. 22:30. Ísfirðingar hittast við Neðstakaupstað á Suðurtanga þar sem Nina Ivanova flytur ávarp. Á Patreksfirði er komið saman við franska minnisvarðann í Króknum og mun María Ósk Óskarsdóttir flytja ávarp. Á báðum stöðum sameinast fólk í yfirlýsingunni: Aldrei aftur Hírósíma og Nagasakí!

Kertfleytingin á Vestfjörðum á Facebook.

* * *

Akureyringar koma saman hálftíma fyrr, kl. 22 við Leirutjörn. Ávarp flytur Árni Hjartarson, en samkoman er haldin í nafni Samstarfshóps um frið.

Kertafleytingin á Akureyri á Facebook.

Kertafleyting

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

By Fréttir, Viðburður

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Patreksfirði standa fyrir samkomum á Nagasakí-daginn, þriðjudaginn 9. ágúst og verður nánari tilhögun og dagskrá kynnt þegar nær dregur.

Á Egilsstöðum og Seyðisfirði verður hins vegar fleytt á Hírósíma-daginn, nú um helgina. Við lómatjörn á Egilsstöðum laugardaginn 6. ágúst og við norðurbakka Lónsins á Seyðisfirði sunnudaginn 7. ágúst stendur austfirskur áhugahópur um frið og gegn kjarnorkuvá fyrir friðardagskrá sem hefst kl. 21:30 á báðum stöðum. Flotkerti verða seld fyrir 500 kr. (ath. enginn posi).

Friðaryfirlýsing

By Tilkynningar, Viðburður

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. 15:00 á sunnudaginn þar sem hann mun leggja fram eftirfarandi friðaryfirlýsingu sem hann bað SHA um að koma á framfæri.

Opið bréf til allra ríkisborgara íslenska lýðveldisins

Kæri borgari,

Ég skrifa til að bjóða þér á “borgarafund í þágu friðar“ sem haldinn verður í Hallargarðinum (við Fríkirkjuveg og Skothúsveg) í Reykjavík sunnudaginn 8. maí kl. 15.00.

Þér stendur til boða að koma með „gjöf“ sem þér finnst að eigi erindi við mannkynið allt: hugsun, tilvitnun í bók, sögu, blóm, verkefni fyrir jörðina, náttúruna og allt sem lifir.

Hugmyndin varð til vegna þess að stjórnmálaflokkar og ríkisstjórnir sem fara með völd og ráða efnahagslegu, pólitísku og diplómatísku ástandi á plánetunni okkar hafa brugðist (sérstaklega á tímabilinu 1914-1945, á tímabilinu 1945-89 og á tímabilinu eftir 1989 þar sem við erum nú).

Það er tímabært að borgarar alls heimsins verði meðvitaðir um að aðeins með þátttöku, beinni skuldbindingu og valdeflingu allra íbúa jarðarinnar getum við bjargað mannkyninu, plánetunni og lífinu á jörðinni.

Ég mun persónulega leggja fyrir viðstadda að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu

„Við íbúar jarðarinnar, vonsviknir yfir því hvernig stjórnmálamenn og ríkisstjórnir stjórna heiminum (sérstaklega vonsvikin yfir því sem við sáum eftir 1989, sem hefði getað markað upphaf aukins friðar, lýðræðis og félagslegs réttlætis).

    1. Verum gagnrýnin á okkur sjálf fyrir að hafa allt of lengi framselt til annara     ábyrgðinni á góðri stjórn samfélagsins og jarðarinnar;
    2. Lýsum því yfir að aðeins með því að setja borgarana („cives” á latínu) í fyrsta sæti verði heimurinn loksins mannleskjulegri, laus við ofbeldi, stríð, óréttlæti, fáfræði, vannæringu, einræði, arðrán, þrælahald, andlegt og líkamlegt ofbeldi.
    3. Skuldbindum okkur til að koma á fót innan okkar samfélags fastaþingi ábyrgra borgara sem koma saman til að vera betur upplýstir, ræða saman og sannreyna ágæti verka þeirra sem fara með stjórn. Með aðstoð sérfróðra borgara á ýmsum sviðum mun þingið koma fram með athugasemdir og raunverulegar tillögur til að standa vörð um tilveru mannsins, jarðarinnar, lífsins á jörðinni;
    4. Skuldbindum okkur til að hvetja til myndunar bandalaga / neta borgara, þorpa, borga og landsvæða sem, með samræðum, samanburði, gagnkvæmri þekkingu, vinni (með “sambandshyggju”, “foederalismus” á latínu) að því að endurreisa manninn, borgarann, hinn frjálsa mann (ekki undirsátann, þrælinn, sem framselur til annara alla stjórn, sem kýs að láta stjórna sér frekar en sjálfstjórn), í hjarta félags-, efnahags-, menningar- og menntasamtaka okkar;
    5. Bjóðum öllum borgurum, samfélögum, borgum og svæðum jarðarinnar að gera slíkt hið sama og sameinast um að skapa þennan nýja “heim borgaralegs húmanisma”.
Hvað finnst þér um það? Gætir þú bent á annað fólk eða hópa til að bjóða
Hvað hyggst þú geta tekið með þér á fundinn?
Takk!
Hittumst fljótt!
Maurizio Tani

Sími. 6967027

1. maí kaffi SHA

1. maí kaffi SHA

By Viðburður
Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu verkalýðsins 1. maí.
Síðustu tvö ár hefur ekki verið hægt að bjóða heim í Friðarhús eins og venjan hefur verið en nú með hækkandi maísól er kjörið að gæða sér á veitingum og endurnýja kynnin við friðarsinna fram að göngu. Hún leggur svo af stað rétt handan við hornið.
Öll velkomin, aðeins 500 kr. inn.
Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan matseðil. Geir Guðjónsson, pottahvíslarinn frá Akranesi og Þórhildur Heimisdóttur sjá um matinn. Geir sinnir alætum og Þórhildur grænkerum.
* Kjúklingaleggir í satay-sósu
* Ratatouille
* Líflegt salat
* Grjón & brauð
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mætir tónlistarmaðurinn Bony Man og tekur lagið auk þess sem rakin verður æsileg kræklingatínsluferð félaga í SHA á heræfingaslóðir í Hvalfirði á dögunum.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000. Öll velkomin

Landsfundur SHA 2022

By Viðburður
Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11.
Fundurinn hefst á almennum fundarstörfum þar sem verður farið yfir starf síðasta árs, línurnar lagðar fyrir næsta starfsár og kosið í miðnefnd samtakanna. Allir borgandi meðlimir hafa atkvæðisrétt.
Kl. 12:30 fáum við Nínu Helgadóttur frá Rauða krossinum í heimsókn til að fræða okkur um móttöku flóttamanna frá Úkraínu og mál flóttamanna almennt.
Svo verða opnar umræður um stríðið í Úkraínu og önnur mál í deiglunni.
Sjáumst á laugardaginn.