Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um að það yrði birt á vefsíðunni. Ritstjórnin sá sér ekki fært að birta bréfið eins og það er. Því birtum við það hér, enda teljum við að bréfið eigi erindi við lesendur Fridur.is.
Föstudaginn 4. apríl birtist á Facebook-vegg Knuz.is tengill á pistil úr málgagninu Foreign Policy. Greinin bar fyrirsögnina „The Men-Only Club“ (Karlaklúbburinn), og í undirfyrirsögn var spurt: „Why, after 65 years, can’t NATO find a woman to head the alliance?“ (Hvers vegna getur NATO, eftir 65 ár, ekki fundið konu til að stýra bandalaginu?) Með deilingunni á pistlinum birti Knuz.is texta sem gaf til kynna að tekið væri undir með málflutningi höfundar hans, að það væri sigur fyrir kvennabaráttuna ef kona yrði framkvæmdastjóri NATO.
Recent Comments