Skip to main content
Bandaríski kafbáturinn USS Indiana úti fyrir ströndum Íslands í október.

Kjarnorkukafbátar í íslenskri landhelgi

By Fréttir, Í brennidepli
Utanríkisráðuneytið sendi í morgun frá sér fréttatilkynningu um þjónustuheimsókn kjarnorkuknúna árásarkafbátsins USS Delaware út í Eyjafjörð þar sem landhelgisgæslan slær heiðursvörð um þetta stríðstæki. Samkvæmt fréttatilkynningunni er þetta sjötta heimsókn slíks kafbáts síðan að utanríkisráðuneytið heimilaði slíkar heimsóknir í apríl 2023.
Þetta er sagt “liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins” en þjónar augljóslega ekki hagsmunum Íslands þar sem að eltingarleikur kjarnorkukafbáta á íslensku hafsvæði er ógn við bæði öryggi og lífríki landsins. Nýleg valdaskipti vestra hafa einnig varpað ljósi á að allt tal um sameiginlegar varnir Nató er hjákátleg óskhyggja.
Chili

Málsverður febrúar

By Viðburður
Nú er komið að febrúarmálsverð SHA, föstudaginn 28. febrúar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, og að venju er maturinn ljúffengur og dagskráin ríkuleg. Sæþór Benjamín Randalsson sér um aðal- og eftirrétt en Þórhildur Heimisdóttir um grænkerana.
Aðalréttur
  • Sterkt og bragðmikið íslenskt kalkúna chili con carne, eldað í vel krydduðum tómatgrunni. Stökkar maísflögur, bræddur ostur og frískandi sýrður rjómi til hliðar.
  • Ljúffengt grænkera chili sin carne.

Til hliðar

  • Fullkomlega kryddaðar reyktar svartar baunir.
  • Hressandi rauðrófusalat.

Eftirréttur

  • Munúðarfull og djúsí súkkulaðibrúnterta, kaffi og konfekt.
Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Örn Árnason taka lagið og gera grein fyrir ferli Arnar Bjarnasonar, sem var áberandi í tónlistarlífi friðarsinna hér áður fyrr.
Húsið opnar kl. 18:30, matur er borinn fram 19:00 og kostar 2.500 kr.
Öll velkomin
Maklouba með kjúkling

Málsverður janúarmánaðar

By Viðburður

Boðið verður til fyrsta málsverðar ársins í Friðarhúsi föstudaginn 31. janúar kl. 19:00 í samstarfi við MFÍK.

Kokkar janúarmánaðar eru stjórnarkonur í MFÍK með aðstoð palestínskra vinkvenna. Matseðillinn er í takt við vopnahléð á Gaza:

  • Maklouba með kjúkling
  • Vegan Maklouba
  • Eftirréttir frá Mið-Austurlöndum
Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Örn Árnason taka lagið og gera grein fyrir ferli Arnar Bjarnasonar, sem var áberandi í tónlistarlífi friðarsinna hér áður fyrr.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2500. Öll velkomin!
Friðardúfa

Öflug baráttukona fyrir friði fallin frá

By Tilkynningar
Guðrún Valgerður Bóasdóttir

Guðrún Valgerður Bóasdóttir, betur þekkt sem Systa, er fallin frá 67 ára að aldri. Hún varð starfsmaður Samtaka herstöðvaandstæðinga um miðjan níunda áratuginn, á miklum umsvifatímum í sögu friðarhreyfingarinnar í miðju Köldu stríði og kjarnorkukapphlaupi stjórnveldanna. Systa tók meðal annars virkan þátt í alþjóðastarfi samtakanna og átti stærstan þátt í að SHA tóku virkan þátt í Græna netinu svokallaða í árdaga internetsins.

Baráttan gegn stríði og ofbeldi átti huga Systu alla tíð. Hún var drifkraftur í starfsemi Samstarfshóps friðarhreyfinga um áratuga skeið, sem skipulagt hafa kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum og friðargöngur á Þorláksmessu. Eftir að samtökin komu sér upp eigin félagsmiðstöð, Friðarhúsi, árið 2005 tók hún ástfóstri við verkefnið og á hvað stærstan þátt í þróun Friðarhúss í gegnum árin.

Samtök hernaðarandstæðinga votta fjölskyldu og vinum Guðrúnar Valgerðar Bóasdóttur innilega samúð. Hennar verður sárt saknað í friðarhreyfingunni.

Þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning Friðarhúss:
Kt. 600404-2530
Rn. 0130-26-002530