Skip to main content

Elsta íslenska friðarhreyfingin

By Uncategorized

MFIKÞað er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um er að ræða félög á sviði stjórnmála- eða þjóðmálabaráttu. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, MFÍK, eru í þessum hópi. Samtökin voru stofnuð fyrir meira en hálfri öld, nánar tiltekið árið 1951, en áhugavert yfirlit um sögu þeirra birtist í tímaritinu Veru á fimmtugasta afmælisárinu.

MFÍK hefur meðal annars haft forgöngu um skipulagningu aðgerða á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars ár hvert, en ýmis félagasamtök – þar á meðal Samtök herstöðvaandstæðinga – hafa komið að þeim aðgerðum í gegnum tíðina. MFÍK hefur sömuleiðis sýnt uppbyggingu Friðarhússins mikinn áhuga, félagskonur hafa stutt framtakið með ýmsum hætti og félagið sjálft fengið inni með ýmsar eigur sínar í geymslum Friðarhúss. Vonir standa til að félagið muni í framtíðinni halda ýmsa fundi og samkomur í Friðarhúsi, enda standa dyr þess félaginu ætíð opnar.

Vert er að vekja athygli á heimasíðu MFÍK, en hana má sjá hér. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna er að sönnu elsta íslenska friðarhreyfingin, en jafnframt ein sú virkasta.

Spurningakeppni friðarsinnans

By Uncategorized

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og gangandi geta spreytt sig í skemmtilegri spurningakeppni. Fyrirmyndin er svokallað “pub-quiz” breskra öldurhúsa. Skemmtilegar spurningar og léttar veitingar á vægu verði. Látið ykkur ekki missa á spurningakeppni friðarsinnan frá kl. 16-18.

Fjáröflunarkvöldverður Friðarhúss

By Uncategorized

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og stofnkostnaði húsnæðisins. Boðið verður upp á góðan mat á kostakjörum, 1.000 kr. skammturinn og léttar veitingar á vægu verði. Föstudagskvöldið 25. nóvember verður boðið upp á heita og kalda sjávarrétti fyrir gesti og gangandi. Húsið opnar kl. 19. Allir velkomnir.

Ljóðakryddað sjávarfang

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á þessum vettvangi. Þar verður boðið upp á kalda og heita sjávarrétti fyrir einungis 1.000 krónur.

Byrjað verður að framreiða matinn kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Meðan á borðhaldi stendur geta friðarsinnar hlustað á félaga í Nýhil-hópnum flytja ljóð.

Léttar veitingar á vægu verði. Allir velkomnir.