Friðargöngur á Þorláksmessu

By 19/12/2005 December 22nd, 2005 Uncategorized

Fugl dagsinsEfnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri.

Enn hafa ekki borist upplýsingar um tilhögun göngunnar fyrir vestan, en um leið og þær berast verður dagskráin kynnt á þessum vettvangi.

Í Reykjavík verður að vanda lagt af stað kl. 18 frá Hlemmi. Friðarsinnar eru hvattir til að mæta tímanlega, til að geta keypt sér kyndla í tíma af fulltrúum Samstarfshóps friðarhreyfinga.

Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfssonar kórstjóra tekur að vanda þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun séra Bjarni Karlsson halda stutt ávarp. Fundinum lýkur síðan með friðarsöng. Fundarstjóri verður Birgitta Jónsdóttir skáldkona.

Gangan á Akureyri verður þó seinna en sú í Reykjavík en þar verður lagt af stað frá Menntaskólanum á Akureyri, Eyrarlandsvegi 28 klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur.

Samstarfshópur friðarhreyfinga