18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í landið. Á fundinum í Friðarhúsi verður rætt um mögulega tilhögun aðgerða hér á landi.
Fundurinn er öllum opinn.
Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta sjötta áratugarins. Í Dagfara birtast fréttir af starfi SHA, en einnig ítarlegar greinar og annað efni sem tengist friðar- og afvopnunarmálum. Félagar í Samtökum herstöðvaandstæðinga fá Dagfara sendan heim til sín, en leitast er við að gefa út stóran Dagfara árlega en minni tölublöðin 3-4 sinnum á ári.
Nú hafa nokkur nýjustu eintök Dagfara verið sett inn á Friðarvefinn á pdf-formi. Þau má nálgast með því að smella á reitinn Dagfari, til vinstri á síðunni.
Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.
Recent Comments