Skip to main content

Palindrome að kvöldi 30. mars

By Uncategorized

tonaflodStaðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að loknu borðhaldi og ljóðadagskrá. Hljómsveitina skipa þeir Guðjón Heiðar Valgarðsson og Dagbjartur Elís Ingvarsson, en ekki er loku fyrir það skotið að þriðji tónlistarmaðurinn sláist í hópinn um kvöldið.

Tónlist Palindrome er ljúf og áheyrileg. Hægt er að kynna sér verk hennar á MySpace-síðu sveitarinnar.

Missið ekki af ljúffengum veitingum og góðri dagskrá í Friðarhúsi á föstudagskvöld!

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

By Uncategorized

accord coq au vin30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Að venju minnast SHA 30. mars og halda á lofti kröfu sinni um að Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn að kvöldi föstudagsins 30. mars. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar Miðjarðarhafsmat:

* Coq au Vin (kjúklingur í rauðvíni)
* Svepparisotto fyrir grænmetisætur
* Heimabakað brauð

Mushroom RisottoVerð kr. 1.500. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

Boðið verðuyr upp á fjölbreytta ljóða- og menningardagskrá að mat loknum.

Ljóðskáldið Ingibjörg Haraldsdóttir les úr verkum sínum, auk þess sem fulltrúar úr menningarhópnum Nýhil koma fram. Þau eru: Gísli Hvanndal Ólafsson, Björk Þorgrímsdóttir, Ingólfur Gíslason og Halldór Halldórsson. Þá mun Birna Þórðardóttir lesa ljóð.