Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

By 23/04/2007 Uncategorized

filmstjerneRétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00. Þá verður sýnt safn mynda frá óeirðunum á Austurvelli árið 1949 auk úrvals mynda sem Samuel Kadorian, ljósmyndari bandaríska hersins tók hér á landi af landi og þjóð á stríðsárunum.

Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 16:00. Miðasala opnar ca. hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500,-. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.kvikmyndasafn.is