Skip to main content

NATO fundar bakvið víggirðingar

By Uncategorized

antinato rumenia2008 Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa fram á föstudag.

NATO er mótmælt víða þessa dagana. Bush Bandaríkjaforseti leit við í Kænugarði í Úkraínu á leið sinni til Búkarest til að hitta Viktor Júsjenkó og fleiri ráðamenn, en Bush er mjög áfram um að Úkraína fáið aðild að NATO. Þingmaður Sjálfstæðisflokkins, Ragnheiður E. Árnadóttir, sagði í umræðum á Alþingi í gær að um 80% þjóðarinnar væru samþykk aðild að NATO, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í gær er lítll stuðningur þar meðal almennings. Og þegar Bush kom til Kænugarðs á mánudagskvöldið var voru mótmælaaðgerðir sem þúsundir manna tóku þátt í.

Í Rúmeníu er mikil viðbúnaður gegn hugsanlegum mótmælum. Löngu áður en fundurinn hófst var farið að stöðva hugsanlega mótmælendur við landamærin. Til dæmis var sex þýskum ríkisborgurum snúið við á landamærunum 20. eða 21. mars. „Lögregla vaktar nú hvert götuhorn í miðbæ Búkarest. Svo miklar eru reyndar öryggisráðstafanirnar að stór hluti fréttamanna hefur enn ekki fengið aðgang að Alþýðuhöllinni…,“ segir í frétt á Vísi 2. apríl.

Síðustu daga hefur okkur verið að berast tölvuskeyti frá fólki sem hefur verið hömluð för bæði til Rúmeníu frá öðrum löndum og innan Rúmeníu. Í gærmorgun, miðvikudag, réðst lögreglan inn í húsnæði þar sem mótmælendur funduðu og handtók tæplega fimmtíu manns (sjá einnig fréttir á Indymedia România og Toulouse Indymedia). Rúmenskir NATO-andstæðingar höfðu ráðgert mótmælaaðgerðir en sem stendur er óvíst hvort af þeim verður enda útlit yfir að fjölmennt lögreglulið geri allt til að koma í veg fyrir þær.

Nánari upplýsingar:

Upplýsingar á vef NATO

Upplýsingar um mótmælaaðgerðir:
http://gipfelsoli.org/Home/Bukarest_2008
Mediafax.ro
http://balkans.puscii.nl/

Myndir:
http://photos.cmaq.net/v/bucharestnato/

nato game over 01

22. mars síðastliðinn voru miklar mótmælaaðgerðir gegn NATO í Brussel. Um 1000 manns frá 17 Evrópulöndum komu þá saman við höfuðstöðvar NATO. Aðgerðirnar voru undir nafninu NATO GAME OVER, og tilefnið var annarsvegar að 5 ár voru liðin frá innrásinni í írak og hins vegar að framundan var leiðtogafundurinn í Búkarest. Aðgerðirnar voru friðsamlegar en þrátt fyrir það var um helmingur þátttakenda, eða um 500 manns handteknir. Sjá nánar á Bombspotting.

polland mars 2008 Bæði í Tékklandi og Póllandi er mikil andstaða gegn fyrirhuguðum herstöðvum sem eiga að þjóna gagnflauganeti Bandaríkjanna. Í Póllandi tóku um 700 manns þátt í mótmælaaðgerðum laugardaginn 29. mars í bænum Slupsk í Norður-Póllandi. Ennfremur voru á föstudaginn og laugardaginn samstöðuaðgerðir í nokkrum borgum allt frá Moskvu til Washington. Aðgerðirnar í Póllandi voru friðsamlegar en eigi að síður réðist lögreglan á mótmælendur og handtók allnokkra. Sjá nánar:

www.peacenikhurler.blogspot.com
www.cia.bzzz.net/english_news
“Campaign Against Militarism”:
www.m29.bzzz.net
www.tarcza.org

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

By Uncategorized

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning:

Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja og þaka þátt í alþjóðadegi til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttindum og hittast fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29, kl 17:00.

Alþjóðaaðgerðadagurinn til stuðnings Tíbet er haldinn til að vekja athygli á að nærri 1,5 miljón manna hafa skráð nöfn sín á lista Avaaz Tibet petition, sem kallar á hófsemi í aðgerðum, að mannréttindi séu virt og að kínversk yfirvöld hefji samræður við Dalai Lama.

Samskonar aðgerðir verða haldnar um heim allan og kínverskum yfirvöldum afhentur þessi listi á táknrænan máta,

Eftir stutt stopp við kínverska sendiráðið verður gengið saman að Alþingi þar sem að opið bréf verður afhent til Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra.

Í bréfinu verða eftirfarandi spurningar;

1. Er rétt að fórna mannréttindum fyrir viðskiptahagsmuni. Styðjið þið það?

2. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera til að hjálpa Tíbetum í þeirra baráttu fyrir mannréttindum?

Sama bréf verður síðan sent á alla alþingismenn allra flokka, þar sem þeir eru hvattir til að svara þessum spurningum samviskusamlega og svör þeirra verða svo birt á netinu.

Það hefur ríkt mikil þögn hérlendis meðal ráðamanna og enginn flokkur tekið skýra afstöðu með málstað Tíbeta. Við köllum eftir þverpólitískum stuðningi gagnvart baráttu þeirra og að íslenskir ráðamenn hvetji kínversk yfirvöld til að hefja samræður við Dalai Lama nú þegar.