Varnarmálalög samþykkt – hernaðarhyggjan lögfest

By 17/04/2008 Uncategorized

f 16 Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis ítarlegar athugasemdir við frumvarpið, sjá Friðarvefinn 3. mars.

Í athugasemdum við frumvarpið var sagt að með því væri settur skýr lagarammi um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála og aðskilnað þeirra frá öðrum verkefnum stjórnvalda sem eru borgaraleg í eðli sínu, svo sem löggæsla og almannavarnir. SHA og fleiri gagnrýndu frumvarpið fyrir það að með því væri verið að lögfesta hernaðarhyggju og ýmis hernaðarleg verkefni íslenska ríkisins, í því fælist lokaskref til fullrar aðildar Íslands að NATO, í því væri gert ráð fyrir setu Íslands í hermálaráði NATO, reglulegum heræfingum og varnarmálastofnun sem mundi kalla á aukin verkefni til að réttlæta tilveru sína. Þá hefur verið gagnrýndur sá kostnaður sem gert er ráð fyrir. Heildarkostnaður Varnarmálastofnunar fyrir árið 2008 áætlaður í kringum 1.350 m.kr., en samtals er kostnaðurinn vegna þessa málaflokks 1.550 milljónir króna.

Sjá lagafrumvarpið, umræður á Alþingi og nýsamþykkt lög:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=331