Skip to main content
Friðarganga

Friðarganga á Þorláksmessu

By Viðburður
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er saman á Laugavegi, rétt neðan Snorrabrautar líkt og tvö síðustu skipti (svæðið umhverfis Hlemm er uppgrafið að þessu sinni). Gangan hefst niður Laugaveginn á slaginu kl. 18 með kerti í hönd til að leggja áherslu á kröfuna um frið í heiminum.
Í göngulok er fundur á Austurvelli þar sem Hjalti Hugason prófessor emeritus flytur ávarp. Fundarstjóri er Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir háskólanemi. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og í lok fundar. Umsjón er að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.
Athugið að hefðbundnu vaxkyndlarnir sem lengi hafa einkennt gönguna eru nú ófánlegir. Þess í stað verður gegnið með fjölnota ljós sem ganga fyrir rafhlöðum. Ljósin verða seld á 1000 kr. stykkið og er göngufólk hvatt til að taka þau með sér heim eða skila aftur að göngu lokinni.
Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

By Viðburður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á föstudaginn 2. desember í Friðarhúsi.

Eftir matinn les Valur Gunnarsson upp úr bókinni Hvað ef þar sem er m.a. velt upp möguleikanum á herlausu Íslandi og Ingibjörg Hjartardóttir kynnir bók sína um félaga okkar Birnu Þórðardóttur. Una Torfadóttir sér svo um tónlistina.

Húsið opnar kl 18:30. Verð 2500. krónur.

Öll velkomin

Kjúklingur

Októbermálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október.
Matseldinn verður í höndum ýmissa meðlima í miðnefndinni sem bjóða upp á veglegt hlaðborð. Meðal þess sem í boði er:
* Kjúklingaréttur í mangóchutney
* Rómuð sveppasúpa
* Kjúklingur í teryaki og perlukúskús
* Penang-karrý með jarðhnetum
* Pakora-buff
* Grjón, brauð og salat
* Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun rithöfundurinn Sigríður Víðis Jónsdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni „Ríkisfang: Ekkert“. Nánari dagskrá kynnt síðar.
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Öll velkomin
Samstöðumótmæli með Írönum

Raddir frá Íran

By Í brennidepli, Viðburður
Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað en stjórnvöld reyna að berja þau niður með ofbeldi. Hópur ungra Írana sem búsettur er á Íslandi hefur fylgst náið með ástandinu í heimalandi sínu og reynt að leggja mótmælahreyfingunni lið sitt með ýmsum hætti.
Hluti þessa hóps mun mæta í Friðarhús, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 og segja frá stöðu mála í Íran og mótmælahreyfingunni.
Fyrirspurnir og umræður á eftir. Öll velkomin.