Skip to main content

Til stuðnings flóttamanni

By Uncategorized

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd sín. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að friðarhreyfing á borð við SHA láti sig varða málefni pólitískra flóttamanna.

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á aðgerðum sem efnt verður til mánudaginn ellefta maí kl. 11, fyrir utan FIT Hostel í Njarðvík. Þar verður vakin athygli á máli flóttamanns sem “gleymdist” í kerfinu og hefur nú svelt sig um alllangt skeið í mótmælaskyni.

Sjálfsagt er að hvetja lesendur Friðarvefsins til að leggja máli þessu lið sitt.

1. maí í Friðarhúsi

By Uncategorized

427175377EUHtYW phHið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Setið verður að spjalli fram að kröfugöngu verkalýðsfélaganna sem leggur að stað frá Hlemmi. Kaffigjald kr. 500.

Um kvöldið verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss og samkoma í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Matseld og skipulagning verður að þessu sinni í höndum félaga í Rauðum vettvangi, sem eru sérstakir hollvinir Friðarhúss.

Matseðillinn er á þessa leið:

* Íslensk kjötsúpa
* Grænmetis-lasagne

Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.

Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði fram eftir kvöldi.