Skip to main content

Hugað að viðhaldinu

By Uncategorized

verkamennSumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. Skipt hefur verið um nokkra glugga og komið fyrir styrktu öryggisgleri með sólarvörn. Vonast er til að með nýju gluggunum fáist einnig betri hljóðeinangrun en verið hefur.

Vinna þessi hefur verið í höndum sjálfboðaliða úr röðum velunnara hússins.

Ferðasaga í Friðarhúsi

By Uncategorized

strasbourg 02Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató í vor. Samtök hernaðarandstæðinga áttu þrjá fulltrúa í aðgerðum þessum: Hörpu Stefánsdóttur, Elías Jón Guðjónsson og Kára Pál Óskarsson.

Mánudagskvöldið 25. maí munu þremenningarnir rekja ferðasögu sína í máli og myndum, en auk þess að fylgjast með fjölskrúðugum mótmælum og hörðum aðgerðum lögreglunnar, komust þau í kynndi við fjölda fólks úr hinni alþjóðlegu friðarhreyfingu og viðuðu að sér upplýsingum.

Fundurinn hefst kl. 20 í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

By Uncategorized

RusslandRússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar þar sem fjallað verður um Rússland og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu.

Framsögumaður verður Haukur Hauksson, magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, þaulreyndur fararstjóri og fyrrum fréttaritari RÚV í Moskvu. Allir velkomnir.