Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.
Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd sín. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að friðarhreyfing á borð við SHA láti sig varða málefni pólitískra flóttamanna.
Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á aðgerðum sem efnt verður til mánudaginn ellefta maí kl. 11, fyrir utan FIT Hostel í Njarðvík. Þar verður vakin athygli á máli flóttamanns sem “gleymdist” í kerfinu og hefur nú svelt sig um alllangt skeið í mótmælaskyni.
Sjálfsagt er að hvetja lesendur Friðarvefsins til að leggja máli þessu lið sitt.
Friðarhús er í láni vegna einkasamkvæmis
Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Setið verður að spjalli fram að kröfugöngu verkalýðsfélaganna sem leggur að stað frá Hlemmi. Kaffigjald kr. 500.
Um kvöldið verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss og samkoma í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Matseld og skipulagning verður að þessu sinni í höndum félaga í Rauðum vettvangi, sem eru sérstakir hollvinir Friðarhúss.
Matseðillinn er á þessa leið:
* Íslensk kjötsúpa
* Grænmetis-lasagne
Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.
Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði fram eftir kvöldi.
Recent Comments