Skip to main content
Þúfa

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

By Viðburður
Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í Úkraínu. Friðarsinnar hyggjast nota tækifærið til að hvetja leiðtogana til þess að vinna með öllum ráðum að því að átökum ljúki og samið verði um varanlegan frið. Í því skyni verður safnast saman við Þúfuna, útilistaverkið á norðvesturgarði Reykajvíkurhafnar – gegnt Hörpu kl. 17, þriðjudaginn 16. maí.
Friðarsinnar eru hvattir til að mæta með sjóstöng eða handfæri til að reyna að næla sér í nokkra marhnúta á meðan þjóðhöfðingjarnir eru minntir á friðarmálstaðinn.
1. maí kaffi SHA

1. maí kaffi SHA

By Viðburður
Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga frá kl. 11 til 13. Gangan leggur svo af stað af Skólavörðuholti.
Í boði verða vöfflur eins og þið getið í ykkur látið og annað heimagert góðgæti. Aðgangseyrir einungis 500 krónur.

 

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

By Viðburður
Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær kokkur og fékk einróma lof síðast þegar hann stýrði pottum og pönnum í Friðarhúsi.
Matseðill:
• Sætkartöfluchilli
• Eggaldins-Parmigiana
• Krispí súkkulaðikardimommubitar
Að borðhaldi loknu mun Gunnhildur Vala Valsdóttir leika og syngja og Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa úr verkum sínum.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

By Ályktun

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með því að taka upp reglubundna þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta í landhelgi Íslands. Sá fyrirvari sem settur er um að við komu herskipa og kafbáta „skuli virða ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum“, er haldslaus“. Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar eru það sem gætu vikið frá þeirri friðlýsingu? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ganga úr skugga um að þeir kafbátar sem hér fara um séu ekki búnir kjarnorkuvopnum?

Samtök hernaðarandstæðinga krefjast undanbragðalausrar friðlýsingar fyrir kjarnorkuvopnum á öllu íslensku yfirráðasvæði. Þá skal einnig bent á það að ef kafbátur sekkur í norðurhöfum, þá eru í kjarnorkuofnum hans hættuleg geislavirk efni, sem geta valdið mun alvarlegra umhverfisslysi í nágrenni Íslands en ósprungin kjarnorkuvopn. Þess vegna árétta Samtök hernaðarandstæðinga kröfur sínar um að umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska lögsögu verði bönnuð undantekningarlaust.