Skip to main content
Qidreh pottréttur

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

By Viðburður

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi fer fram föstudaginn 23. febrúar n.k. Um er að ræða sannkallaðan fjölskyldumálsverð með tveimur kokkateymum: bræðrunum Friðriki og Gísla Atlasonum & Eskhlíðingunum Stefáni, Steinunni Þóru og Nóam ÓIa.

Matseðill:

* Qidreh – palestínskur lamba- og hrísgrjónapottréttur
* Mexíkóskur grænkerapottréttur með svartbaunum og sætum kartöflum
* Heimabakað brauð
* Kaffi og brownies í eftirrétt

Að borðhaldi loknu mun Þorvaldur Friðriksson fjalla um nýlega bók sína um skrímsli í sögu Íslands. Nánari dagskrá kynnt síðar. Sest verður að snæðingi kl. 19. Varð kr. 2.500.

Öll velkomin.

Sveppaskí í bakgrunni vegaskiltis til Suðurnesja

“Ísland er Atómstöð” Kjarnorkuváin í sögu og samtíð

By Viðburður
Sprengjusveppur
Skjalasafn Samtaka hernaðarandstæðinga opnar dyr sínar fyrir gestum safnanóttar með fræðslu um kjarnokuvánna eins og hún birtist í safnefni og samtíma okkar. Yfirstandandi stríð kjarnorkuvelda hafa minnt óþyrmilega á tilvist kjarnorkuvopna og myndin Oppenheimer vakið umræðu um tilurð þeirra og tilvist. Samtök hernaðarandstæðinga hafa lengi mótmælt kjarnorkuvígbúnaði og eiga í fórums sínum fjöldamörg skjöl og útgefið efni um þá baráttu.
Tómas Jóhannesson eðlisfræðingur flytur fyrirlestur um upphaf sprengjunar og Stefán Pálsson og Tjörvi Schiöth sagnfræðingar sitja fyrir svörum um baráttuna gegn kjarnavopnum á hálfa tímanum, frá 18:30 til 21:30.
Veggspjöld og skjöl um baráttuna gegn kjarnorkuvopnum verða til sýnis á meðan svipmyndir frá baráttunni renna á tjaldinu út kvöldið.
UNRWA logo

Ályktun um frystingu á aðstoð við Palestínu

By Ályktun, Í brennidepli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir þá ákvörðun utanríkisráðherra Íslands að frysta greiðslur til Palestínuhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Það er óásættanlegt með öllu að beita neyðaraðstoð við sveltandi og deyjandi fólk sem pólitísku refsitæki líkt og gert er í þessu máli. Neyðaraðstoð verður að halda áfram að berast til Gaza án nokkurrar tafar.

Tilraunir ísraelskra stjórnvalda til að spyrða Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra við hryðjuverk verður að skilja í ljósi nýfallins úrskurðar Alþjóðadómstólsins í Haag sem felur í sér áfellisdóm yfir framferði Ísraelsmanna á Gaza undanfarnar vikur og mánuði.

Úrskurðurinn kveður sérstaklega á um að hleypa verði mannúðaraðstoð inn á Gaza. Ákvörðun utanríkisráðherra gengur þannig í berhögg við niðurstöðu Alþjóðadómstólsins og hana verður að draga til baka.

Lasagna

Janúarmálsverður

By Viðburður
Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA 2024 fer fram föstudagskvöldið 26. janúar kl. 19:00  í Friðarhúsi. Kokkarnir eru ekki af verri endanum. Þorvaldur Þorvaldsson sér um kjötréttinn en Þórhildur Heimisdóttir sinnir grænkerunum.
Matseðill:
* Lasagne að hætti byltingarinnar
* Makloubeh
* Salat
* Kaffi og hjónabandssæla
Að borðhaldi loknu verður menningardagskrá. Sigurrós Þorgrímsdóttir mun gera grein fyrir nýútkominni bók sinni um ævi og störf stjórnmálakonunnar Katrínar Pálsdóttur. Þá mun tónlistarmaðurinn Klói leika lög af nýútkominni plötu sinni sem unnt verður að kaupa á staðnum.
Sest verður að snæðingi kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr að venju. Verð kr. 2.500, öll velkomin.