Skip to main content

Friðarganga um Hólastað, 19. desember

By Uncategorized

Loksins geta Skagfirðingar komist í friðargöngu fyrir jólin. Athygli friðarsinna nyrðra er vakin á þessari fréttatilkynningu:

Gengið verður um Hólastað,
sunnudaginn 19. desember.
Mæting er við Háskólann á Hólum,
lagt verður af stað kl. 19.40.
Kyndlar á staðnum á kostnaðarverði.
Á eftir er tilvalið að njóta tónleika
Skagfirska kammerkórsins
sem hefjast kl. 20.30.

Klæðið ykkur vel!

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

By Uncategorized

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum.

1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með talið ratsjárstöðva NATO á Íslandi.

2. Þátttaka í loftrýmiseftirliti sem erlendir flugherir hafa sinnt.
Hvaðan skyldum við Íslendingar eiga von á loftárásum? Væri ekki gott að vita það áður en við förum að leggja stórfé í loftvarnir?

3. Rekstur öryggissvæða í eigu ríkisins og NATO.
Hvaða svæði eru það og hvaða öryggi eiga þau að veita okkur Íslendingum?

4. Undirbúningur og umsjón varnaræfinga.
Hver er óvinur okkar sem við þurfum að verjast? Er ekki betra að vita það fyrst?

5. Rekstur gagnatenginga við upplýsingakerfi NATO og úrvinnsla upplýsinga.
Hvaða gagnlegar upplýsingar kynni það að geta veitt okkur?

6. Þátttaka í hernaðarstarfi NATO.
Hversvegna ættum við Íslendingar að taka þátt í morðum NATO á fátæku fólki í fjarlægum löndum? Eigum við eitthvað sökótt við það fólk? Eru ekki frumstæðustu mannréttindi hvers manns á jörðinni rétturinn til lífs? Meðal annarra orða, hversvegna eigum við að vera í NATO?

7. Verkefni tengt varnarsamningi.
Sé átt við varnarsamninginn við Bandaríkin hlýtur að vera augljóst að honum verður að segja upp þar sem Rússagrýlan er fallin frá og við höfum ekki orðið okkur úti um annan óvin í hennar stað að því er best er vitað. Eða er annar í sigtinu og þá hver?

8. Samskipti við erlend stjórnvöld og stofnanir á sviði varnarmála.
Hvaða samskipti eru það sem sendiherrastóðið getur ekki annast eða eru þau þess eðlis að þau megi ekki falla niður?

Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja verður ekki séð að neitt af þessum verkefnum séu nauðsynleg fyrir okkur Íslendinga. Þessvegna þarf að leggja þau öll niður og spara þannig stórfé til þarfari málaflokka.
Fyrir þá fáu einstaklinga sem eru svo hræddir við ímyndaðan óvin að það stendur þeim fyrir svefni hlýtur heilbrigðisþjónustan að eiga einhver ódýr ráð til úrbóta.

Sigurður Flosason, gjaldkeri SHA

Borgarstjóri á réttri leið

By Uncategorized

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess efnis að herflugvélum verði ekki heimilað að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Ástæða er til að fagna þessum tillöguflutningi.

Samtök hernaðarandstæðinga hafa í mörg ár bent á að orð verði að fylgja aðgerðum þegar kemur að friðarmálum. Ekki er nóg að tala um Reykjavík sem friðarborg á tyllidögum – grípa verður til beinna aðgerða í því að úthýsa hergögnum. Tillaga borgarstjóra er til marks um að hugur fylgi máli og er það vel.

Rétt er að hvetja Reykjavíkurborg til frekari dáða í þessu efni. Nærtækasta skrefið er að afþakka herskipaheimsóknir þær sem verið hafa plagsiður í borginni á liðnum sumrum. Risaherskip helstu hervelda heims hafa ekkert erindi í Sundahöfn. Þá er brýnt að borgaryfirvöld taki það skýrt fram að heræfingar koma ekki til greina í borgarlandinu – þar með talið æfingar í tengslum við fyrirhugaðan “Norðurvíking” á næsta ári.

Bókmenntakynning MFÍK

By Uncategorized

PC070007Laugardaginn 11. desember
verður hin árlega
bókmenntakynning
Menningar- og
friðarsamtakanna MFÍK í
MÍR-salnum,
Hverfisgötu 105
.

Rithöfundarnir

    Vilborg Dagbjartsdóttir,
    Gunnar Theodór Eggertsson,
    Guðrún Hannesdóttir,
    Kristín Eiríksdóttir,
    Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir,
    Yrsa Þöll Gylfadóttir
    og
    Kristín Steinsdóttir

lesa úr nýútkomnum verkum sínum.

Fiðluleikarinn Laufey Sigurðardóttir og gítarleikarinn Páll Eyjólfsson leika ljúfa tónlist í upphafi dagskrár. Aðventustemning og kaffisala.

Ágóði af kaffisölu rennur til Maríusjóðs Aisha, félags til verndar konum og börnum á Gazasvæðinu.

Húsið verður opnað kl. 13.30.

Allir velkomnir!