Hvað er málið með Líbýu?

By 19/03/2011 Uncategorized

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn þeirra, sögu landsins og stjórnmál. Mánudagskvöldið 21. mars kl. 20 standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir umræðufundi um Líbýu í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Sagnfræðingarnir Gísli Gunnarsson og Sverrir Jakobsson ræða um söguna og velta vöngum yfir hverju við sé að búast.

Allir velkomnir.