Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar tókst að þvinga hann til að leggja niður vopn sín og yfirgefa frumskóginn á Filippseyjum, þar sem hann hafði hafst við frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Í nærri þrjátíu ár hafði hermaðurinn neitað að gefast upp og horfast í augu við lok stríðsins og ósigur keisara síns.
Saga þessa einarða hermanns fangaði vitaskuld huga margra, enda einhvers konar blanda af Róbíson Krúsó og Don Kíkóta í sjálfskipaðri útlegð vegna eigin ranghugmynda og þrjósku. Fáeinir japanskir þjóðernissinnar litu á hann sem hetju, en flestir töldu hann þó tragíska persónu.
Recent Comments