Skip to main content

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

By Uncategorized

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi árið 1949. Að því tilefni verður endurvakin Friðarpípan, spurningakeppni friðarsinnans, í Friðarhúsi.

Fyrirkomulagið er hefðbundið pöbb kviss, þar sem gestir mæta og spreyta sig á spurningum í tveggja manna liðum. Veglegir vinningar og skýr friðarboðskapur í spurningum – sem þó verða almenns efnis.

Öll velkomin. Keppnin hefst kl. 20.

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn að venju þann 25. mars n.k. og hefst að venju kl. 19.

MFÍK sér um eldamennskuna að þessu sinni og er matseðillinn glæsilegur að vanda:

  • Fiskisúpa að hætti Sigrúnar
  • Grænmetissúpa
  • Salat og brauð
  • Eftirréttur

Að boðrhaldi loknu mun trúbadorinn ástsæli Bjartmar Guðlaugsson troða upp.

Verð kr. 2.000. Öll velkomin.

Landsfundur SHA

By Uncategorized

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. þrjár ályktanir; Um uppsögn Varnarsamningsins, um kjarnorkuvopnum og um skipbrot íhlutunarstefnu. Ályktanirnar má sjá hér að neðan með því að velja halda áfram að lesa. Fundurinn samþykkti jafnfram að koma á fót lyftusjóði með það að markmiði að tryggja hjólastólaaðgengi fyrir félaga.

Auður Lilja Erlingsdóttir var endurkjörin formaður samtakanna en miðnefnd næsta starfsárið skipa annars: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Guðbjartur Jón Einarsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Elín Sigurðurðardóttir og Bjarni Þóroddsson voru kjörin varamenn, en ekki er hefð fyrir að gera greinarmun á aðal- og varamönnum í starfi miðnefndar.

Read More

Veitum friðarsinnum hæli – ályktun miðnefndar

By Uncategorized

TranaVegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað að gegna herþjónustu hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkunum í baráttu gegn stríði og hernaði með að veita þeim sem hafa flúið land frekar en að gegna herþjónustu hæli hér á landi.

Í 18. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.“

Rétturinn til að vera samkvæmur samvisku sinni er þá túlkaður sem réttur til að neita herþjónustu og rétt til að neita að drepa fólk.

Samtök hernaðarandstæðinga harma þeir friðarsinnar sem leiti skjóls á Íslandi fái ekki notið samstöðu hér á landi.