Skip to main content

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

By Uncategorized

427175377EUHtYW phÁ miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur þar sem fjallað verður um starfsemina fram á vor, t.d. þátttöku Íslendinga í alþjóðlegum aðgerðum 18.-20. mars eins og lesa má um hér að neðan.

Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

By Uncategorized

stopthewar Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin tvö ár hafa verið mótmælaaðgerðir í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í kringum þann dag, þar á meðal á Íslandi.

Nú er hafin undirbúningur að aðgerðum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Samtökin ANSWER (Act Now to Stop War & End Racism) í Bandaríkjunum hafa boðað aðgerðir laugardaginn og sunnudaginn18. mars og 19. mars og síðan mun ungt fólk og námsmenn standa fyrir aðgerðum gegn heimsvaldastefnu og stríði í skólum sínum og næsta nágrenni mánudaginn 20. mars.

Í Bretlandi hafa samtökin Stop the War Coalition boðað mótmælaaðgerðir laugardaginn 18. mars.

Tvær ferðasögur

By Uncategorized

dufaÞriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Á dagskrá verða tvær ólíkar ferðasögur, sem styrktar voru af MFÍK.

1.

Ferð Örnu Aspar Magnúsardóttur til Palestínu

Hún ætlar að tala um reynslu sína þegar hún s.l. sumar en við komuna þangað var hún stöðvuð af ísraelskum yfirvöldum, haldið í yfirheyrslum og snúið aftur. Baráttukonan lætur þó ekki deigan síga. Hún er enn á útleið og undirbýr nú ferðalag til að kynna og ræða umhverfisvernd og náttúruverndarsjónarmið ásamt fleira ungu fólki.

2.

Ferð Guðrúnar Hannesdóttur og Maríu S. Gunnarsdóttur til Parísar í des. 2005.

Þær sátu afmælisfund hjá UNESCO í tilefni 60ára afmælis Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna og áttu auk þess fundi með fulltrúum m.a. franskra og sænskra kvennasamtaka.

MFÍK

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

By Uncategorized

plymouth Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður og útliti hans breytt nú í haust hefur staðið til að setja inn á hann fleiri upplýsingar sem gætu verið gagnlegar og áhugaverðar fyrir notendur hans. Ritstjórn vefsins vill benda á nýjan efnisflokk sem hefur verið settur á vefinn og sjá má hér til hliðar, „Kjarnorkuvopn og kjarnorkuafvopnun“. Þar hafa verið settar inn tilvísanir í ýmsar upplýsingar um þetta efni og ennfremur nokkuð ýtarleg grein um NPT-samninginn um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og fleiri greinar sem tengjast endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins í maí 2005. Meira efni er væntanlegt.

Ritstjóri