Skip to main content

Hvað er ályktun 377?

By Uncategorized

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í Líbanon þar eð Öryggisráðið er gagnslaust vegna afstöðu Bandaríkjanna. Þá er vísað til ályktunar 377. Það voru Bandaríkin sem stóðu fyrir því að Allsherjarþingið samþykkti þessa ályktun haustið 1950. Þá um sumarið hófst Kóreustríðið. Rússar beittu þá neitunarvaldi í Öryggisráðinu til að vernda Norður-Kóreu. Samkvæmt þessari ályktun skal Allsherjarþingið fjalla um málið tafarlaust ef um er að ræða árás, ófrið eða hættu á ófriði og Öryggisráðið er ófært um að sinna því ábyrgðarhlutverki sínu að tryggja frið og öryggi. Ályktuninn var næst beitt árið 1956 vegna Súez-deilunnar og hefur verið beitt nokkrum sinnum síðan (sjá nánar hér).

Ályktun 377 – hér sem pdf-skjal.

Sjá einnig hér

Hér er kort sem sýnir hvar Ísrael hefur gert árásir á Líbanon 12.-22. júlí.

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

By Uncategorized

rússnesk herskip Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir SHA hafi eitthvað að segja, en samtökin sendu frá sér ályktun 27. júní vegna fyrirhugaðra flotaæfinga Rússa sem nú hafa verið slegnar af.

    Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi.

    Við komumst að því í gegnum fjölmiðla nýverið að íslensk félagasamtök, þar með talin Samtök herstöðvaandstæðinga, hefðu áhyggjur af því að herflotaæfingar yrðu haldnar við Ísland, svo við sendum inn fyrirspurn og fengum opinbert neikvætt svar í morgun frá yfirmanni rússneska sjóhersins, sagði Tatarintsev í samtali við Fréttablaðið.

    Hann sagði að þó engin bein fyrirspurn hefði borist rússneska sendiráðinu varðandi málið hefði hann tekið spurninguna til sín.
    Þetta voru óbeinar spurningar, en spurningar samt sem áður og því ákváðum við að leita upplýsinga um málið, enda er það réttur hvers einstaklings að spyrja spurninga sem þessara og starf okkar að svara þeim, sérstaklega þegar kemur að málefnum hersins, sagði Tatarintsev.

    Samtök herstöðvaandstæðinga gagnrýndu í júní meintar fyrirhugaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland og óttuðust félagar samtakanna að með í för yrðu kjarnorkuknúin farartæki og skip sem gætu verið búin kjarnavopnum.

    Fréttablaðið 29. júlí 2006

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

By Uncategorized

P7280010 Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur Jónasson þingmaður flutti ávarp en fundarmenn báru spjöld og hrópu slagorð þar sem krafist var friðar í Líbanon, að Bandaríkin og Ísrael hætti að drepa og lýstu vanþóknun sinni á „morðingjum heimsins og myrkraverkaher“.

Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir fundinum, sem var ákveðinn með skömmum fyrirvara. Mótmælafundir hafa verið víða um heim undanfarna daga og eru víða boðaðir fundir um helgina og í næstu viku.

Ávarp Ögmundar Jónassonar

P7280009

P7280018

P7280021

P7280023

Fleiri myndir

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

By Uncategorized

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það var okkur því meiri ánægja þegar við fréttum af því um miðjan dag að hún hefði sent utanríkisráðherra Ísraels bréf þar sem hún lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins og þeirri skoðun að vopnahlé verði komið á tafarlaust og frekari eyðileggingu í Líbanon verði hætt. Við birtum bréfið hér eins og það er birt á vefsíðu ráðuneytisins á ensku:

    I am writing to you with considerable concern regarding the present situation in Lebanon. As you may know, Iceland has been a strong supporter of Israel since its foundation and played an active part in bringing Israel into the United Nations.

    Concern about the state of affairs in the Middle East is a given amongst most members of the UN, not least among Israel’s friends. I would like to make clear that, as one member of the international community, Iceland is strongly of the opinion that a ceasefire should be brought about immediately and that the devastation of Lebanon should stop forthwith.

    Allow me also to add my voice to those of many other members of the UN who have expressed deep shock at the attack on UN observers in Lebanon by Israeli forces.

    Iceland, as a longstanding friend of Israel, is aware of the complexity of the situation and the vital need of Israel to defend itself. However, the destruction inflicted on Lebanon, the humanitarian suffering imposed on hundreds of thousands of civilians and the escalation and widening of the conflict lead me to urge Israel to find means to halt the conflict immediately.

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

By Uncategorized

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram á fund í utanríkismálanefnd vegna ástandsins.

    Ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

    Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon. Alþjóðasamfélagið verður að koma Ísrael í skilning um að frekari stríðsglæpir og mannréttindabrot verða ekki þoluð. Öll ríki Sameinuðu þjóðanna geta haft áhrif í þessu efni og leggur þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til að íslenska ríkisstjórnin beini þeim tilmælum til forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að þingið verði kallað saman ( skv. ályktun SÞ no. 377) þegar í stað með það fyrir augum að samþykkja kröfu um að vopn verði lögð niður. Fyrir þessu eru fordæmi.

    Þingflokkur VG hefur þegar sent forseta Alþingis erindi með ósk um að utanríkismálanefnd komi saman hið bráðasta til þess að ræða þá stöðu sem nú er uppi og á hvern hátt Íslendingar geti lagt sitt af mörkum til að stöðva manndrápin og eyðilegginguna.

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 – Fjölmennum!

By Uncategorized

Beirut Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. 17:30

Friðarhúsið er opið frá kl. 15 dag.
Sjá fleiri myndir hér
(varúð – ekki fyrir viðkvæma).

Nú er staðfest að 425 séu látnir í Líbanon, nær eingöngu almennir borgarar, þ.á.m. fjölmörg börn. Raunverulegur fjöldi er þó örugglega miklu meiri. Fjöldi manns er grafinn undir rústum. Margfalt fleiri eru særðir, margir örkumlaðir fyrir lífstíð. Og enn fleiri hafa misst heimili sín, og heilu flokkarnir á flótta. Á Gazasvæðinu hafa Ísraelar einnig drepið fjölda manns undanfarna daga. Í Ísrael hefur 51 fallið, þar af 18 almennir borgarar.

Um allan heim er ofbeldisverkum Ísraels, stuðningi Bandaríkjanna við þau og sinnuleysi annarra ríkja mótmælt. Evrópusambandið er lamað, þar er hver höndin upp á móti annarri, Frakkar reyna af sögulegum ástæðum að mótmæla framferði Ísraelsmanna í Líbanon en Bretar og Þjóðverjar draga úr. Blair, forsætisráðherra Breta, hefur fylgt Bandaríkjastjórn í andstöðu við áskorun um tafarlaust vopnahlé, en býr nú við vaxandi þrýsting heima fyrir, m.a. innan ríkisstjórnar sinnar. Skv. frétt BBC nú í morgun hafa borist fregnir um að bandarískar flugvélar hafi millilent í Skotlandi við flutning á sprengjum til Ísraelshers. Þetta hefur valdið mikilli óánægju í Bretlandi.

Blair er nú á leið til Bandaríkjanna til viðræðna við Bush. Ekki er búist við miklum ágreiningi milli þeirra, miklu frekar að þeir reyni að finna leiðir til að snúa Blair út úr þeim vanda sem hann á við að stríða heima fyrir í fylgispekt sinni við Bush. Þó segir breska blaðið Guardian frá því að Blair muni leggja til við Bush að komið verðið á vopnahléi, enda hafi hann áhyggjur af því að áhyggjur Arabaríkja hliðhollra Vesturlöndum fari vaxandi.

Ekki er að sjá að ofbeldisverkin í Líbanon og Pakistan valdi íslenskum ráðherrum miklu áhyggjum. Frá utanríkisráðherra hefur lítið heyrst annað en að allir hafi nú rétt til að verja hendur sínar en viðbrögð Ísraels séu kannski óþarflega sterk. Ríkisstjórnin, sem rær nú öllum árum að því að fá sæti í Öryggisráðinu, hefur ekkert um málið að segja. Bush og Blair sjá um það. Condolezza Rice er að vinna í málinu. Íslenska ríkisstjórnin hefur meiri áhyggjur af brottför bandaríska hersins. Hins vegar hefur hún veitt 10 milljónir króna til neyðaraðstoðar í Líbanon eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Það dugar svona upp í helminginn í blokkaríbúð í úthverfi í Reykjavík. Á hverjum degi eru heilu blokkarhverfin lögð í rúst í Líbanon.

Væri ekki nær, frú Valgerður Sverrisdóttir, að leggjast á árarnar með öllum þeim fjölda almennra borgara um allan heim sem dag hvern safnast saman á götum og torgum til að krefjast þess að ofbeldisverkunum linni, sem krefjast þess af ríkisstjórnum sínum að þær aðhafist eitthvað, sem krefjast þess að hið svokallaða alþjóðasamfélag grípi í taumana, þetta sama alþjóðasamfélag og m.a. var vísað til þegar réttlæta þurfti loftárásirnar á Júgóslavíu 1999?

Á nokkrum vefsíðum (hér, hér og hér) hefur verið reynt að taka saman upplýsingar um mótmælaaðgerðir víðs vegar um heim og kemur þó eflaust fram aðeins brot af þeim. En við, sem söfnumst saman við bandaríska sendiráðið í dag kl. hálf sex, megum vita að í dag eru einnig a.m.k. mótmælafundir í Lundúnum, Vín, München, Hannover, París, Toulouse, Boston, Fíladelfíu og New York. Á morgun og sunnudag hafa verið boðaðar mótmælaaðgerðir í mörgum löndum og víða eru daglegar mótmælastöður