Skip to main content

Menning á málsverði

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar Jóns Guðjónssonar, verður vitaskuld boðið upp á menningardagskrá.

Skáldin Kári Tulinus og knarrarskáldið Elías Portela munu lesa úr verkum sínum. Elías er Galisíumaður, sem tekið hefur ástfóstri við Ísland og yrkir jafnt á galisísku og íslensku. Þeir Kári og Elías lásu báðir á ljóðadagskrá SHA á Menningarnótt við frábærar undirtektir.

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

By Uncategorized

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías Jón Guðjónsson og Þorvaldur Þorvaldsson sjá um að töfra fram Lasagne, annars vegar fyrir kjöt- og hins vegar grænmetisætur. Sest verður að borðum kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500. Nánari dagskrá kynnt síðar.

Málsverður 4. nóv.

By Uncategorized

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. Þá verða yfirkokkar félagarnir Elías Jón Guðjónsson og Þorvaldur Þorvaldsson.