Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af baráttudegi verkalýðsins. Húsið opnar kl. 11, en ganga verkalýðsfélaganna fer af stað kl. 13:30.
Allir velkomnir í 1. maí-kaffið í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af baráttudegi verkalýðsins. Húsið opnar kl. 11, en ganga verkalýðsfélaganna fer af stað kl. 13:30.
Allir velkomnir í 1. maí-kaffið í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar.
Matseðill:
* Kreólahrísgrjón – jambalaya
* Saltfisksalat
* Pannacotta með ávöxtum
Verð kr 1500. Borðhald hefst kl. 19:00.
Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir frá örlögum leigubílsstjóra í Afganistan sem tekinn var höndum grunaður um tengsl við hryðjuverkamenn og barinn til bana af bandarískum hermönnum árið 2002. Myndin varpar ljósi á notkun pyntinga í stríðinu í Afganistan og hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Hún verður sýnd í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 20. Allir velkomnir.
Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins langa.
Alvin Níelsson, Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson galdra fram víðfræga og matarmikla fiski- og sjávarréttasúpu.
Borðhald hefst kl. 19:00. Verð kr. 1.500, allir velkomnir.
Recent Comments